Íslensk menningarleg hljóðbókasíða

Þar sem sögurnar lifa áfram..
Á annað þúsund íslenskar bækur að velja úr.
1.790 kr. á mánuði
Blindi maðurinn

Blindi maðurinn er falleg og hjartnæm saga sem segir frá fiðluleikara sem verður fyrir því að missa sjónina. Góð saga um mannlegan breyskleika og mannlega gæsku. Íslenska þýðingin kom árið 1905 og er þýðandinn nefndur Juvenis sem merkir einfaldlega ungur maður, en við vitum ekki nánari deili á honum. Höfundurinn Sophie Bawr (1773-1860) barónessa var vinsæll franskur rithöfundur, leikskáld og tónskáld. Hún fæddist í París árið 1773 utan hjónabands, en móðir hennar var kunn óperusöngkona og faðir hennar Charles-Jean de Champgrand markgreifi. Hún ólst upp hjá föður sínum og lærði ung tónsmíðar og söng. Hún kvæntist á laun ungum aðalsmanni, Jules de Rohan-Rochefort, en það varði stutt því í frönsku byltingunni var hann hálshöggvinn eins og margir aðrir stéttarbræður hans. Eignaðist hún eitt barn með honum sem dó í æsku árið 1797. Til að sjá fyrir sér eftir byltinguna hóf hún að skrifa sögur og leikrit, auk þess sem hún samdi tónlist. Árið 1801 kvæntist hún aftur, manni að nafni Claude-Henri de Saint-Simon. Það hjónaband entist ekki og þau skildu. Þá kvæntist hún í þriðja sinn rússneskum barón, de Bawr, en hann lést af slysförum skömmu síðar. Lifði hún þá af list sinni uns franska ríkið veitti henni eftirlaun. Urðu mörg verka hennar mjög vinsæl, bæði ritverk og tónsmíðar. Til marks um það þá var tónverk hennar Suit d'un bal masqué flutt opinberlega alls 246 sinnum á árunum 1813 til 1869. Eftir hana liggja mörg merk rit, m.a. ævisaga hennar, bæði opinská og upplýsandi um þá tíma sem hún lifði. Þá skrifaði hún Sögu tónlistar og Alfræðiorðabók kvenna. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sjö dauðasyndir: 4. Morðið í Eyjum, glæpasaga frá 17. öld

Rannsóknir Guðbrands Jónssonar (1888-1953) á gömlum íslenskum sakamálum voru í upphafi liður í rannsóknum hans í íslenskri menningarsögu. Í því sambandi leiddi erlendur fræðimaður athygli hans að því að fátt brigði upp jafn glöggum myndum af menningu fyrri tíma og sakamálin og málsskjöl þeirra, og benti honum jafnframt á málaferlasöfn hins franska málflutningsmanns Gayot de Pitaval (1673-1743). Söfn þessi voru nefnd Víðfræg og áhugaverð málaferli (Causes celébres et intéressantes) og komu út í 20 bindum á árunum eftir 1734. Varð frægð þeirra slík að nafn höfundar varð síðar fræðiheiti á sams konar ritum í öðrum löndum, sem enn í dag eru stundum nefnd Pitaval. Til eru meðal annars mjög stór þýsk og ensk Pitaval-söfn og voru þau stundum notuð til að mennta málflutningsmenn. En heiti fyrsta Pitaval-safnsins á svo sannanlega við, því þessi mál eru afar áhugaverð og ekki síður fyrir almenning. Þegar Guðbrandur hafði kynnt sér fjölda ritsafna af þessu tagi fór að flögra að honum hvort ekki væri til nægilegt efni í íslenskan Pitaval. Efnið reyndist yfrið nóg og fór hann upp úr 1925 að rannsaka nokkur slík mál og semja frásagnir af þeim. Voru sumar þeirra birtar áður, m.a. í Blöndu. Hér er um að ræða sönn og oft óhugnanleg íslensk sakamál þar sem lesandinn þarf að setja sig í stöðu rannsakanda og leggja mat á hvað gerðist í raun, út frá því sem sagt var og ritað á tíma viðkomandi máls. Fjórða frásögnin í bókinni nefnist Morðið í Eyjum, glæpasaga frá 17. öld.  Logi Guðbrandsson les.

Gjafir vitringanna

Gjafir vitringanna (The Gift of the Magi) er sígild jólasaga eftir hinn þekkta bandaríska smásagnahöfund O. Henry, sem hét réttu nafni William Sydney Porter (1862-1910). Sagan var fyrst gefin út árið 1905. Hér segir frá ungum hjónum og hvernig þau takast á við þá áskorun að kaupa jólagjafir handa hvort öðru þrátt fyrir lítil efni. Þóra Hjartardóttir les.

Blindi maðurinn

Blindi maðurinn er falleg og hjartnæm saga sem segir frá fiðluleikara sem verður fyrir því að missa sjónina. Góð saga um mannlegan breyskleika og mannlega gæsku. Íslenska þýðingin kom árið 1905 og er þýðandinn nefndur Juvenis sem merkir einfaldlega ungur maður, en við vitum ekki nánari deili á honum. Höfundurinn Sophie Bawr (1773-1860) barónessa var vinsæll franskur rithöfundur, leikskáld og tónskáld. Hún fæddist í París árið 1773 utan hjónabands, en móðir hennar var kunn óperusöngkona og faðir hennar Charles-Jean de Champgrand markgreifi. Hún ólst upp hjá föður sínum og lærði ung tónsmíðar og söng. Hún kvæntist á laun ungum aðalsmanni, Jules de Rohan-Rochefort, en það varði stutt því í frönsku byltingunni var hann hálshöggvinn eins og margir aðrir stéttarbræður hans. Eignaðist hún eitt barn með honum sem dó í æsku árið 1797. Til að sjá fyrir sér eftir byltinguna hóf hún að skrifa sögur og leikrit, auk þess sem hún samdi tónlist. Árið 1801 kvæntist hún aftur, manni að nafni Claude-Henri de Saint-Simon. Það hjónaband entist ekki og þau skildu. Þá kvæntist hún í þriðja sinn rússneskum barón, de Bawr, en hann lést af slysförum skömmu síðar. Lifði hún þá af list sinni uns franska ríkið veitti henni eftirlaun. Urðu mörg verka hennar mjög vinsæl, bæði ritverk og tónsmíðar. Til marks um það þá var tónverk hennar Suit d'un bal masqué flutt opinberlega alls 246 sinnum á árunum 1813 til 1869. Eftir hana liggja mörg merk rit, m.a. ævisaga hennar, bæði opinská og upplýsandi um þá tíma sem hún lifði. Þá skrifaði hún Sögu tónlistar og Alfræðiorðabók kvenna. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Íslandsferð 1858 (1. hluti)

Konrad Maurer (1823-1902) var þýskur réttarsagnfræðingur, þjóðfræðingur og norrænufræðingur sem ferðaðist um Ísland árið 1858. Á ferð sinni safnaði hann íslenskum þjóðsögum (sem gefnar voru út í Leipzig árið 1886), rannsakaði sögustaði og lagði sig almennt fram um að kynnast landi og þjóð. Á ferðinni hélt hann einnig nokkuð ítarlega dagbók og skrifaði síðar ferðasögu upp úr henni. Lá sú saga lengi gleymd og grafin en fannst árið 1972. Á þýsku er hún aðeins til í handriti en var þýdd á íslensku af Baldri Hafstað og gefin út árið 1997. Eftir ferð sína hingað var Maurer alla tíð mikill Íslandsvinur og má segja að hann hafi verið einn af helstu bandamönnum landsins á 19. öldinni. Frá árinu 1856 gerðist hann talsmaður sjálfstæðis Íslands og studdi Jón Sigurðsson í sjálfstæðisbaráttu hans. Við fengum góðfúslegt leyfi Baldurs til að lesa söguna og bjóða ykkur hana hér á Hlusta.is. Vegna lengdar ákváðum við að skipta henni í þrjá hluta. Þessi fyrsti hluti hefur að geyma formála, stutt æviágrip Maures og grein eftir Árna Björnsson um tengsl hans við Íslendinga. Þá er hér ferðasaga Maurers til Íslands og um Suðurlandið. Jón B. Guðlaugsson les.

Þúsund og ein nótt: 13. bók

Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari þrettándu bók eru yfirsögurnar: Konungurinn og Mamúð Alhýamen hinn víðförli, Ævintýri hirðmanns nokkurs, Sagan af kóngssyninum frá Sindlandi og Fatime, Elskendurnir sýrlensku, Sagan af Ins-al-Wúdsjúd og Wird-al-Ikman, Ævintýri Harúns Alrasjids og fleiri sögur. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Öldungaráðið: 9. Reynir Ingibjartsson

Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum. Nú bætist við nýr félagi í Öldungaráðið en það er Reynir Ingibjartsson. Hann er ötull áhugamaður um útivist og gönguferðir, fræðimaður, grúskari og rithöfundur. Reynir Ingibjartsson (f. 1941) er Hnappdælingur að uppruna og ekkert er honum óviðkomandi sem sagn- og landafræði svæðisins viðkemur. Hann hefur skrifað sex bækur um gönguleiðir á Vesturlandi og hefur undanfarin ár viðað að sér ómældum heimildum um sagn- og staðfræði Sambands íslenskra samvinnufélaga, risans mikla sem svo miklum straumhvörfum olli í viðskiptasögu Íslands á tuttugustu öld en hvarf svo sem dögg fyrir sólu á skömmum tíma. Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Sjá nýjustu hljóðbækur >