Íslensk menningarleg hljóðbókasíða

Þar sem sögurnar lifa áfram..
Á annað þúsund íslenskar bækur að velja úr.
1.790 kr. á mánuði

Hafmeyjan litla

Hafmeyjan litla er ævintýri eftir danska rithöfundinn Hans Christian Andersen. Jóhanna M. Thorlacius les.

Sjálfsævisaga Jóns Steingrímssonar eldklerks

Hér er á ferðinni ævisaga eldklerksins Jóns Steingrímssonar, rituð af honum sjálfum. Jón er hvað frægastur fyrir eldmessuna sem hann hélt meðan Skaftáreldar stóðu yfir, þegar hraunið stöðvaðist við kirkjutröppurnar meðan hann hélt guðsþjónustu. Hallgrímur Indriðason les.

Guðsfriðurinn

Smásagan Guðsfriðurinn eftir Selmu Lagerlöf er nokkurs konar dæmisaga sem gerist í kringum jól á bóndabæ í Svíþjóð. Stórbóndinn Ingimar Ingimarsson ætlar að skreppa út í skóg til að sækja birkihríslur til að binda utan um sófla. Þá skellur á vont veður og áður en hann veit af er hann orðinn villtur. Svo er bara að sjá hvernig fer. Er þetta skemmtileg saga rituð af sænska Nóbelhöfundinum Selmu Lagerlöf (1858-1940) sem fyrst kvenna hlaut hin virtu bókmenntaverðlaun Nóbels (1909). Sagan birtist á íslensku í tímaritinu Ísafold árið 1916. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Í skugga heimsins

Í Skugga heimsins eftir Eystein Björnsson er skemmtileg og áhugaverð skáldsaga sem segir frá ungum manni sem á í erfiðleikum með að sætta sig við vonsku veraldarinnar og finnur sig knúinn til að standa vörð um sannleikann og réttlætið. Hann á í stríði við valdastofnanir þjóðfélagsins og lendir meðal annars upp á kant við kirkjunnar menn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Sagan sem kom út árið 1999 er skemmtilega sögð og þó hún hafi farið hljótt býr mikið í þessari sögu sem á mikið erindi við samtímann. Það er höfundur sem les.

Morgunn lífsins

Nafn Kristmanns Guðmundssonar (1901-1983) var ,,á hvers manns vörum'' í Noregi í kringum 1930 þar sem fyrstu skáldsögur hans birtust. Þær voru þýddar á yfir þrjátíu tungumál á 4. áratug síðustu aldar og víða gefnar út aftur og aftur. En á Íslandi mætti höfundurinn snemma miklum andbyr. Nú gefst nýrri kynslóð tækifæri til að lesa eitt af bestu verkum Kristmanns Guðmundssonar, Morgun lífsins, sem á sér stað við hafnlausa strönd í sunnlensku samfélagi á seinni hluta 19. aldar. Á yfirborði virðist mannlífið kyrrstætt og staðnað en undiraldan er ógnvænleg. Frásagnargleði og innsæi Kristmanns í mannlegan vanmátt og breyskleika hrífur lesandann með sér inn í straum örlaga og ásta - en hatrið, ,,hin þyngsta byrði lífsins'', bíður álengdar glottandi. Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

Sjá nýjustu hljóðbækur >