Íslensk menningarleg hljóðbókasíða

Þar sem sögurnar lifa áfram..
Á annað þúsund íslenskar bækur að velja úr.
1.790 kr. á mánuði

Maríukirkjan í París

Maríukirkjan í París (Notre Dame de Paris) er betur þekkt undir titlinum Hringjarinn í Notre Dame. Sagan kom fyrst út árið 1831. Victor Hugo (1802-1885) er einn fremsti rithöfundur, skáld og leikskáld Frakka. Nafn hans er órjúfanlega tengt rómantísku stefnunni. Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

Úr minningablöðum

Úr minningablöðum eftir Huldu (Unni Benediktsdóttur Bjarklind) kom fyrst út árið 1965. Bókin samanstendur af 13 frásögnum, auk forspjalls, sem höfundur segir vera eintal sálar sinnar. Hulda, sem fædd var árið 1881, rifjar hér upp minnisstæð atvik úr lífi hennar þegar hún var lítil telpa að alast upp norður í landi í lok 19. aldar. Sögur um hana sjálfa og systur hennar, fyrstu kaupstaðarferðina, eftirminnilegt samferðafólk, jólahald og óveður er á meðal þess sem Hulda segir frá á einkar lýsandi hátt. Hafdís E. Jónsdóttir les.

Dagur hefndarinnar

Dagur hefndarinnar er rómantísk spennusaga eftir bandaríska rithöfundinn Anna Katharine Green (1846-1935). Hefur hún gjarnan verið talin fyrsta konan sem skrifaði sögur þar sem meginhetjan starfaði sérstaklega við að leysa sakamál, þ.e. einkaspæjarasögur. Í hópi aðdáenda hennar voru þekktir höfundar eins og Arthur Conan Doyle, Mary Roberts Rineheart og Agatha Christie. Þær tvær síðastnefndu staðhæfðu reyndar báðar að það hafi fyrst og fremst verið fyrir áhrif frá sögum Önnu Katharine Green að þær sjálfar gerðust sakamálarithöfundar. Sagan Dagur hefndarinnar birtist fyrst á íslensku í Þjóðviljanum í kringum aldamótin 1900 og má heyra það af málfarinu sem notað er í henni, en það er nokkuð fornt. Það truflar þó ekki söguþráðinn. Á ensku nefnist sagan Marked Personal og kom út árið 1893. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Manon Lescaut

Sagan af Manon Lescaut og riddaranum Des Grieux kom fyrst út árið 1731 og er talin með helstu ritum franskra bókmennta. Sögusviðið er Frakkland og Louisiana við upphaf 18. aldarinnar. Hér segir frá elskendunum Des Grieux og Manon Lescaut. Hinn ungi aðalsmaður snýr baki við væntingum og ríkidæmi fjölskyldu sinnar þegar hann hleypst á brott með Manon til Parísar. Þar búa þau saman og lifa hátt meðan peningarnir duga til. En þegar fátækt ber að dyrum reynir á ástina. Sagan þótti á sínum tíma ósæmileg og var bönnuð í Frakklandi um leið og hún kom út. Þrátt fyrir það varð sagan mjög vinsæl og víða lesin. Önnur útgáfa sögunnar, endurskoðuð með tilliti til velsæmis, kom út árið 1753. Höfundurinn, séra Prévost, átti afar litríkan æviferil. Hann var sextán ára gamall sendur til náms í Jesúítaklaustri, en skorti þó köllunina og strauk því úr klaustrinu til að ganga í herinn. Hann sneri svo aftur til klausturlífsins nokkrum sinnum á milli þess sem lífsins lystisemdir kölluðu. Einnig lagði hann stund á guðfræði og þótti frábær predikari. Ritverk hans voru fjölmörg, þar á meðal um 50 skáldsögur. Guðbrandur Jónsson þýddi. Logi Guðbrandsson les.

Dagbækur úr Íslandsferðum 1871-1873

Englendingurinn William Morris, hámenntaður maður og aðdáandi íslenskra fornsagna og skáldskapar, ferðaðist um landið á árunum 1871 og 1873. Dagbók hans frá þessum ferðum er merkilegur vitnisburður um land og þjóð. Kristján Róbert Kristjánsson les.

Sjá nýjustu hljóðbækur >