Íslensk menningarleg hljóðbókasíða

Þar sem sögurnar lifa áfram..
Á annað þúsund íslenskar bækur að velja úr.
1.790 kr. á mánuði

Sjö dauðasyndir: 2. Þórdísarmálið, sakamál frá 17. öld

Rannsóknir Guðbrands Jónssonar (1888-1953) á gömlum íslenskum sakamálum voru í upphafi liður í rannsóknum hans í íslenskri menningarsögu. Í því sambandi leiddi erlendur fræðimaður athygli hans að því að fátt brigði upp jafn glöggum myndum af menningu fyrri tíma og sakamálin og málsskjöl þeirra, og benti honum jafnframt á málaferlasöfn hins franska málflutningsmanns Gayot de Pitaval (1673-1743). Söfn þessi voru nefnd Víðfræg og áhugaverð málaferli (Causes celébres et intéressantes) og komu út í 20 bindum á árunum eftir 1734. Varð frægð þeirra slík að nafn höfundar varð síðar fræðiheiti á sams konar ritum í öðrum löndum, sem enn í dag eru stundum nefnd Pitaval. Til eru meðal annars mjög stór þýsk og ensk Pitaval-söfn og voru þau stundum notuð til að mennta málflutningsmenn. En heiti fyrsta Pitaval-safnsins á svo sannanlega við, því þessi mál eru afar áhugaverð og ekki síður fyrir almenning. Þegar Guðbrandur hafði kynnt sér fjölda ritsafna af þessu tagi fór að flögra að honum hvort ekki væri til nægilegt efni í íslenskan Pitaval. Efnið reyndist yfrið nóg og fór hann upp úr 1925 að rannsaka nokkur slík mál og semja frásagnir af þeim. Voru sumar þeirra birtar áður, m.a. í Blöndu. Hér er um að ræða sönn og oft óhugnanleg íslensk sakamál þar sem lesandinn þarf að setja sig í stöðu rannsakanda og leggja mat á hvað gerðist í raun, út frá því sem sagt var og ritað á tíma viðkomandi máls. Önnur frásögnin í bókinni nefnist Þórdísarmálið, sakamál frá 17. öld. Þórdísarmálið fjallar um vandræðagang yfirvaldsins í héraði og á Alþingi þegar upp kemur mál er varðar brot á Stóradómi. Stúlkan Þórdís vill sverja af sér að hún leggi lag sitt við karlmenn. Annað kemur í ljós og vilja innlend yfirvöld fara vægt í sakir, en fulltrúi konungs af hörku, svo fleira er í spilunum en bara sök Þórdísar. Sagan lýsir líka trú og viðhorfi almennings á þeirri tíð er sagan gerist og er því spegill á mannlífið á Íslandi. Logi Guðbrandsson les.

Grafskriftin

Selma Lagerlöf (1858-1940) var sænskur rithöfundur, sem fyrst kvenna hlaut hin virtu bókmenntaverðlaun Nóbels (1909). Hún er kannski helst kunn á Íslandi fyrir sögurnar af Nilla Hólmgeirssyni, en aðrar sögur hennar eins og Gösta Berlings saga nutu einnig töluverðra vinsælda og voru mikið lesnar. Mikið var um að styttri sögur hennar væru þýddar og birtar í tímaritum. Sagan Grafskrift er einmitt fengin úr tímaritinu Nýjum kvöldvökum frá árinu 1916. Tekur hún tæpan hálftíma í flutningi og endurspeglar marga bestu eiginleika Lagerlöf sem höfundar, en í þessari stuttu sögu nær hún að draga upp áhrifaríka mynd af samfélaginu og þeim tvískinnungi sem þar er víða að finna. Jafnframt því er þetta örlagasaga af bestu gerð.

Maríukirkjan í París

Maríukirkjan í París (Notre Dame de Paris) er betur þekkt undir titlinum Hringjarinn í Notre Dame. Sagan kom fyrst út árið 1831. Victor Hugo (1802-1885) er einn fremsti rithöfundur, skáld og leikskáld Frakka. Nafn hans er órjúfanlega tengt rómantísku stefnunni. Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

Glataði sonurinn

Skáldsagan Glataði sonurinn (e. The Prodigal Son) eftir Hall Caine kom fyrst út árið 1904 og naut gríðarlegra vinsælda í mörgum löndum. Sir Thomas Henry Hall Caine (1853-1931) var enskur skáldsagnahöfundur. Bækur hans seldust í milljónatali, voru þýddar á fjölmörg tungumál og sumar þeirra hafa verið kvikmyndaðar eða leiknar á sviði. Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

Um saltan sjá

Skáldsagan Um saltan sjá heitir á frummálinu Over salten sø. Bjarni Jónsson þýddi.  Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

Uppruni borgarinnar Kairo

Þetta arabíska ævintýri er fengið úr Sögusafni Ísafoldar frá 1893 og segir frá því hvernig borgin Kairo, höfuðborg Egyptalands, varð til. Er þetta stutt og skemmtilegt ævintýri sem að því er við höldum er ekki upprunnið úr sagnabálkinum Þúsund og ein nótt. Þýðingin er góð og hentar bæði ungum sem öldnum. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sjá nýjustu hljóðbækur >