Öldungaráðið: 11. Matthías Johannessen
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga – kynslóð sem nú er komin á efri ár, hefur marga fjöruna sopið og lifað mestu breytingatíma sem orðið hafa á högum lands og þjóðar í aldanna rás. Þá er komið að ellefta einstaklingnum í Öldungaráð okkar hér á Hlusta.is. Það er Matthías Johannessen (f. 1930). Skáldið, gullpennann og fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins þarf vart að kynna mörgum orðum, enda löngu landsfrægur. Matthías hefur á langri ævi haft persónuleg kynni af mörgum helstu andans mönnum lýðveldisins og ritað allmargar samtalsbækur, auk ljóðabóka og smásagnasafna. Í þessu viðtali fer hann vítt og breitt yfir feril sinn og rifjar upp kynni af þjóðfrægum einstaklingum. Það eru Jón B. Guðlaugsson og Ingólfur B. Kristjánsson sem taka viðtalið.