Íslensk menningarleg hljóðbókasíða

Þar sem sögurnar lifa áfram..
Á annað þúsund íslenskar bækur að velja úr.
1.790 kr. á mánuði

Um saltan sjá

Skáldsagan Um saltan sjá heitir á frummálinu Over salten sø. Bjarni Jónsson þýddi.  Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

Dagbók vesturfara: 2. bindi (1919-1931)

Hér birtist dagbók vestur-íslenska rithöfundarins Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar (1866-1945), annað bindið af þremur, og nær það yfir árin 1919-1931. Dagbókin varpar ómetanlegu ljósi á líf og starf eins af okkar merkustu rithöfundum en lýsir jafnframt einstöku samfélagi Vestur-Íslendinga á sléttunum miklu í Norður-Ameríku. Jóhann Magnús varð metsöluhöfundur á árunum upp úr 1900 með hinum töfrandi frásögnum af Eiríki Hanssyni og Brasilíuförunum. Jón B. Guðlaugsson les.

Þúsund og ein nótt: 14. bók

Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari fjórtándu bók eru yfirsögurnar: Sagan af Amený kóngsdóttur, Sagan af Aladdín Abúsj Samat, Sagan af Heykar hinum fróða, Læknirinn og matsalinn ungi frá Bagdad, Sagan af Habib kóngssyni og Dorrat-al-Gavas kóngsdóttur og fleiri sögur. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Leyndarmálið

Leyndarmálið er saga eftir austurríska rithöfundinn, leikskáldið og blaðamanninn Stefan Zweig (1881–1942). Sagan heitir á frummálinu Brennendes Geheimnis og kom fyrst út árið 1913. Veraldarvanur barón heillast af konu nokkurri og vingast við tólf ára son hennar til þess að kynnast henni nánar. Smám saman fer drenginn að gruna hvað um er að vera, en að baki býr leyndarmál sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf hans. Jón Sigurðsson þýddi. Björn Björnsson les.

Íslandsferð 1858 (1. hluti)

Konrad Maurer (1823-1902) var þýskur réttarsagnfræðingur, þjóðfræðingur og norrænufræðingur sem ferðaðist um Ísland árið 1858. Á ferð sinni safnaði hann íslenskum þjóðsögum (sem gefnar voru út í Leipzig árið 1886), rannsakaði sögustaði og lagði sig almennt fram um að kynnast landi og þjóð. Á ferðinni hélt hann einnig nokkuð ítarlega dagbók og skrifaði síðar ferðasögu upp úr henni. Lá sú saga lengi gleymd og grafin en fannst árið 1972. Á þýsku er hún aðeins til í handriti en var þýdd á íslensku af Baldri Hafstað og gefin út árið 1997. Eftir ferð sína hingað var Maurer alla tíð mikill Íslandsvinur og má segja að hann hafi verið einn af helstu bandamönnum landsins á 19. öldinni. Frá árinu 1856 gerðist hann talsmaður sjálfstæðis Íslands og studdi Jón Sigurðsson í sjálfstæðisbaráttu hans. Við fengum góðfúslegt leyfi Baldurs til að lesa söguna og bjóða ykkur hana hér á Hlusta.is. Vegna lengdar ákváðum við að skipta henni í þrjá hluta. Þessi fyrsti hluti hefur að geyma formála, stutt æviágrip Maures og grein eftir Árna Björnsson um tengsl hans við Íslendinga. Þá er hér ferðasaga Maurers til Íslands og um Suðurlandið. Jón B. Guðlaugsson les.

Sjá nýjustu hljóðbækur >