Launsonurinn (1. bók)

HÖFUNDUR

Sagan fjallar um ungan málafærslumann, sem alist hefur upp hjá aðalsmanni nokkrum í Bretaníu í Frakklandi, en fær enga vitneskju um föður eða móður. Hann lendir í útistöðum við markgreifa nokkurn sem leiðir til að hann hrekst á flótta og lendir í margvíslegum ævintýrum sem ná hámarki í frönsku byltingunni þar sem uppruni hans kemur í ljós. Sabatini (1875-1950) var á sínum tíma gríðarlega vinsæll og voru margar bækur hans þýddar á íslensku. Launsonurinn kom fyrst út á íslensku árið 1932 í þýðingu Kristmundar Þorleifssonar. Sögur hans flokkast sem ævintýrasögur með rómantískum blæ og hafa verið gerðar kvikmyndir af mörgum þeirra. Sabatini fæddist á Ítalíu en móðir hans var ensk og faðir hans ítalskur. Þau voru bæði óperusöngvarar. Æska hans var um margt óvenjuleg. Hann var sendur í skóla fyrst í Portúgal og síðar til Sviss. Þá dvaldi hann löngum hjá afa sínum á Englandi. Upphaflega ætlaði hann að hasla sér völl í heimi viðskipta en ákvað svo að leggja skrif fyrir sig. Ekki gekk það vel í fyrstu og það tók hann um tuttugu ár að ná árangri en það var fyrst með sögunni Scharamouche (Launsonurinn) sem kom út árið 1921 að hann sló ó gegn. Eftir það var ekki aftur snúið. Af öðrum kunnum skáldsögum eftir Sabatini má nefna Captain Blood (1922), The Sea-Hawk (1915) og Fortune´s Fool (1923). Sabatini varð fyrir þeirri ógæfu að missa einkason sinn í flugslysi árið 1927. Hafði það mikil áhrif á hann. Í kjölfarið skildi hann við konu sína Ruth og giftist Christine Dixon. Hún átti son af fyrra sambandi sem einnig lést í flugslysi daginn sem hann fékk flugmannsskírteini sitt frá breska flughernum. Var hann þá að fagna áfanganum og flaug yfir hús Sabatinis og móður sinnar, en hlekktist á og hrapaði fyrir augum fjölskyldu sinnar. Náði Sabatini sér aldrei alveg eftir það. Sabatini lést í Sviss árið 1950 og var jarðsettur þar. Kristján Róbert Kristjánsson les.

Launsonurinn (1. bók)

Sagan fjallar um ungan málafærslumann, sem alist hefur upp hjá aðalsmanni nokkrum í Bretaníu í Frakklandi, en fær enga vitneskju um föður eða móður. Hann lendir í útistöðum við markgreifa nokkurn sem leiðir til að hann hrekst á flótta og lendir í margvíslegum ævintýrum sem ná hámarki í frönsku byltingunni þar sem uppruni hans kemur í ljós.

Sabatini (1875-1950) var á sínum tíma gríðarlega vinsæll og voru margar bækur hans þýddar á íslensku. Launsonurinn kom fyrst út á íslensku árið 1932 í þýðingu Kristmundar Þorleifssonar. Sögur hans flokkast sem ævintýrasögur með rómantískum blæ og hafa verið gerðar kvikmyndir af mörgum þeirra.

Sabatini fæddist á Ítalíu en móðir hans var ensk og faðir hans ítalskur. Þau voru bæði óperusöngvarar. Æska hans var um margt óvenjuleg. Hann var sendur í skóla fyrst í Portúgal og síðar til Sviss. Þá dvaldi hann löngum hjá afa sínum á Englandi.

Upphaflega ætlaði hann að hasla sér völl í heimi viðskipta en ákvað svo að leggja skrif fyrir sig. Ekki gekk það vel í fyrstu og það tók hann um tuttugu ár að ná árangri en það var fyrst með sögunni Scharamouche (Launsonurinn) sem kom út árið 1921 að hann sló ó gegn. Eftir það var ekki aftur snúið. Af öðrum kunnum skáldsögum eftir Sabatini má nefna Captain Blood (1922), The Sea-Hawk (1915) og Fortune´s Fool (1923).

Sabatini varð fyrir þeirri ógæfu að missa einkason sinn í flugslysi árið 1927. Hafði það mikil áhrif á hann. Í kjölfarið skildi hann við konu sína Ruth og giftist Christine Dixon. Hún átti son af fyrra sambandi sem einnig lést í flugslysi daginn sem hann fékk flugmannsskírteini sitt frá breska flughernum. Var hann þá að fagna áfanganum og flaug yfir hús Sabatinis og móður sinnar, en hlekktist á og hrapaði fyrir augum fjölskyldu sinnar. Náði Sabatini sér aldrei alveg eftir það.

Sabatini lést í Sviss árið 1950 og var jarðsettur þar.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

No items found.