Blekking trúarinnar

HÖFUNDUR

Sigmund Freud er líklega einn áhrifamesti vísindamaður 20. aldarinnar, ekki aðeins innan sálfræðinnar þaðan sem kenningar hans eru upprunnar, heldur fleiri fræðigreinum. Hann er í raun upphafsmaður nútíma sálgreiningar. Kenningar hans um samskipti mannsins við umhverfi sitt vöktu mikla athygli en líka deilur og var fræðasamfélagið lengi á móti honum. Hann var þó tekinn í sátt á endanum og nú eru áhrif hans almennt viðurkennd, þó sumum finnist hann ekki enn hafa fengið þann sess sem hann eigi skilið. Í ritgerðinni Blekking trúarinnar skýtur Freud fast á trúarbrögð og hvetur í staðinn til þess að menn beiti röklegri skynsemi. Hún sé á endanum æðri trúarbrögðum. Þessi ritgerð vakti mikla umræðu og deilur þegar hún kom út árið 1927. Sigurjón Björnsson, sem lengi var prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands þýddi ritgerðina en hann þekkir kenningar Freuds betur en nokkur annar Íslendingur og hefur þýtt fjölda ritgerða hans yfir á íslensku. Hallgrímur Indriðason les.

Blekking trúarinnar

Sigmund Freud er líklega einn áhrifamesti vísindamaður 20. aldarinnar, ekki aðeins innan sálfræðinnar þaðan sem kenningar hans eru upprunnar, heldur fleiri fræðigreinum. Hann er í raun upphafsmaður nútíma sálgreiningar. Kenningar hans um samskipti mannsins við umhverfi sitt vöktu mikla athygli en líka deilur og var fræðasamfélagið lengi á móti honum. Hann var þó tekinn í sátt á endanum og nú eru áhrif hans almennt viðurkennd, þó sumum finnist hann ekki enn hafa fengið þann sess sem hann eigi skilið.

Í ritgerðinni Blekking trúarinnar skýtur Freud fast á trúarbrögð og hvetur í staðinn til þess að menn beiti röklegri skynsemi. Hún sé á endanum æðri trúarbrögðum. Þessi ritgerð vakti mikla umræðu og deilur þegar hún kom út árið 1927. Sigurjón Björnsson, sem lengi var prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands þýddi ritgerðina en hann þekkir kenningar Freuds betur en nokkur annar Íslendingur og hefur þýtt fjölda ritgerða hans yfir á íslensku.

Hallgrímur Indriðason les.

No items found.