Tumi gerist leynilögregla
Tumi gerist leynilögregla er fjórða sagan um þá félaga Tuma Sawyer og Stikkilsberja-Finn. Heimsókn Tuma og Finns til frændfólks Tuma tekur óvænta stefnu þegar skartgripaþjófur leynist í fljótabátnum sem flytur drengina. Ráðagerð þjófsins verður fljótt orsök alvarlegra afleiðinga fyrir frænda hans Tuma, Sílas gamla, sem stendur frammi fyrir þungum ásökunum. Tumi og Finnur fylgjast með framvindu mála og leggja sitt af mörkum til að upplýsa málið, sem von bráðar verður svo flókið að til þarf hinn klárasta huga. Það vill svo til að Tumi Sawyer ber af öllum í vitsmunum þegar kemur að ráðgátum og tekst á við málið af sinni stökustu snilld. Svavar Jónatansson les.