Eugenia
Skáldsagan Eugenia er hádramatísk ástar- og spennusaga af gamla skólanum sem erfitt er að leggja frá sér. Sagan segir frá Eugeniu, dóttur Windegs baróns, sem neyðist til að ganga í hjónaband með Artúri nokkrum Berkow, gjálífum syni námueiganda, vegna skuldar barónsins við föður Artúrs. Skömmu eftir að Eugenia flyst á setur Berkows ákveða verkamennirnir að fara í verkfall og knýja fram betri kjör og allt fer í bál og brand. E. Verner var dulnefni þýsku skáldkonunnar Elisabeth Bürstenbinder (1838-1918). Hét sagan á þýsku Gluck auf og naut hún gríðarmikilla vinsælda. Á íslensku kom hún fyrst út árið 1905 og var gefin út af Prentsmiðju Þorsteins J. G. Skaptasonar á Seyðisfirði. Þýðandi er ókunnur. Ingólfur B. Kristjánsson les.