Erfinginn
Skáldsagan Erfinginn eftir William Edward Norris er áhrifarík spennu- og ástarsaga. Þar segir frá Friðriki Musgrave sem elst upp hjá ríkum frænda sínum og stendur til að erfa hann þegar hann deyr. En þegar erfðaskráin er lesin upp kemur í ljós að frændinn átti dóttur sem hvarf fyrir tólf árum. Á íslensku birtist sagan fyrst sem framhaldssaga í Þjóðviljanum í kringum aldamótinn 1900. Er þýðanda ekki getið. Á ensku nefndist hún Mrs. Fenton: A Sketch og kom út árið 1890. William Edward Norris (1847–1925) var þekktur enskur rithöfundur sem naut mikilla vinsælda á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Á löngum ferli skrifaði hann um 60 skáldsögur. Norris fæddist í London en faðir hans var um tíma landstjóri Breta á Ceylon sem nú er Sri Lanka. William útskrifaðist sem lögfræðingur árið 1874 en starfaði þó aldrei sem slíkur því hann var ákveðinn í að reyna fyrir sér sem rithöfundur. Kom fyrsta sagan (Heap of Money) út árið 1877 og eftir það var ekki aftur snúið. Ingólfur B. Kristjánsson les.