Oddaverja þáttur
Oddaverja þáttur kemur í kjölfar Þorláks sögu byskups í útgáfu Guðna Jónssonar, en þar segir frá deilum þeirra Jóns Loftssonar og Þorláks byskups um eignarhald á kirkjustöðum. Jón Loftsson var þá talinn með mestu höfðingjum á Íslandi. Sagan dregur þó nokkuð taum Þorláks í þeim deilum. Er þátturinn skemmtilegur aflestrar og gefur ágæta mynd af uppgangi kirkjunnar á þessum tíma. Ingólfur B. Kristjánsson les.