Náttfari

HÖFUNDUR

Skáldsagan Náttfari var síðasta sagan sem Theódór skrifaði og kom hún út tólf árum eftir að hann lést. Sá vinur Theódórs, Arnór Sigurjónsson, um útgáfuna. Í Náttfara sækir Theódór sér efnivið í landnámsöldina og segir sögu þeirra þriggja er eftir urðu þegar Garðar Svavarsson hafði hér vetursetu. Ætlaði Theódór í fyrstu að kalla þá sögu Yrsu eftir ambáttinni sem varð eftir með Náttfara, en honum var ráðlagt frá því. Það er þó augljóst að ambáttin í sögunni á mesta samúð hans. Er sú saga öll trúverðug og áhugaverð, enda þekkti Theódór sögusviðið vel og hafði greinilega lagt djúpa hugsun í lífsbaráttu þessara fyrstu landnema Íslandssögunnar. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Náttfari

Skáldsagan Náttfari var síðasta sagan sem Theódór skrifaði og kom hún út tólf árum eftir að hann lést. Sá vinur Theódórs, Arnór Sigurjónsson, um útgáfuna. Í Náttfara sækir Theódór sér efnivið í landnámsöldina og segir sögu þeirra þriggja er eftir urðu þegar Garðar Svavarsson hafði hér vetursetu. Ætlaði Theódór í fyrstu að kalla þá sögu Yrsu eftir ambáttinni sem varð eftir með Náttfara, en honum var ráðlagt frá því. Það er þó augljóst að ambáttin í sögunni á mesta samúð hans. Er sú saga öll trúverðug og áhugaverð, enda þekkti Theódór sögusviðið vel og hafði greinilega lagt djúpa hugsun í lífsbaráttu þessara fyrstu landnema Íslandssögunnar.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

No items found.