Í verum (3. bindi)
Theódór Friðriksson (1876-1948) rithöfundur var eitt af undrabörnum íslenskrar menningarsögu. Sjálfsævisaga hans Í verum kom út í tveim bindum árið 1941 og varð þegar í stað þekkt um allt land, lesin af ungum og gömlum, og dáð af öllum sem kunnu að meta vel sagða sögu á auðugu og hressilegu máli. Er þetta einstæð saga og klassísk heimild um lífskjör alþýðumanna í sjávarplássum og á afskekktum stöðum eins og norður í Fjörðum á seinni hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar. Sagan skiptist í sjö meginþætti og ákváðum við á Hlusta.is að gefa hana út í fjórum bindum í stað tveggja. Yfirheiti þessa þriðja bindis er Níu ár á Sauðárkróki, en þangað flytur hann frá kotinu Tjörn og heldur áfram baráttunni við að draga björg í bú og reyna að skrifa þegar færi gefst. Ingólfur B. Kristjánsson les.