Leikslok

HÖFUNDUR

Í þessari bók segir Folke Bernadotte greifi frá samningaviðræðum sínum við háttsetta yfirmenn í þýska ríknu, þ.á.m. Heinrich Himmler, um frelsun fanga í útrýmingarbúðum nasista. Er þetta afar forvitnileg frásögn sem gefur okkur góða innsýn inn í átökin rétt fyrir endalok þeirra. Var bókin gefin út skömmu eftir lokin árið 1945 undir nafninu Slutet og seldist gríðarlega vel. Á íslensku kom hún út í vandaðri þýðingu Árna Jónssonar frá Múla sama ár. Er þetta stórmerkileg frásögn sem gefur okkur sterka mynd af þeirri ringulreið sem átti sér stað í lok styrjaldar og birtir okkur sjónarhorn sem sjaldan eru tíunduð. Folke Bernadotte (1895-1948), greifi af Wisborg, var sænskur stjórnarendreki og aðalsmaður. Í seinni heimsstyrjöldinni samdi hann við Þjóðverja um frelsun 31 þúsund fanga í útrýmingarbúðum nasista, þar á meðal 450 danskra gyðinga úr búðunum í Theresienstadt. Þeim var sleppt lausum 14. apríl árið 1945. Árið 1945 kom Himmler að máli við Bernadotte og óskaði eftir að hann bæri Eisenhower hershöfðingja bandamanna boð um uppgjöf Þjóðverja. Þó því boði hafi verið hafnað sýnir það vel stöðu Bernadottes í þessum átökum að honum skyldi treyst til að bera boð á milli. Eftir stríðið var Bernadotte kjörinn formaður samninganefndar í friðarviðræðunum milli Araba og Ísraela sem áttu sér stað 1947-1948. Hann var myrtur af öfgasamtökum Zíonista í Jerúsalem árið 1948 meðan hann starfaði að þessu. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Leikslok

Í þessari bók segir Folke Bernadotte greifi frá samningaviðræðum sínum við háttsetta yfirmenn í þýska ríknu, þ.á.m. Heinrich Himmler, um frelsun fanga í útrýmingarbúðum nasista. Er þetta afar forvitnileg frásögn sem gefur okkur góða innsýn inn í átökin rétt fyrir endalok þeirra. Var bókin gefin út skömmu eftir lokin árið 1945 undir nafninu Slutet og seldist gríðarlega vel. Á íslensku kom hún út í vandaðri þýðingu Árna Jónssonar frá Múla sama ár. Er þetta stórmerkileg frásögn sem gefur okkur sterka mynd af þeirri ringulreið sem átti sér stað í lok styrjaldar og birtir okkur sjónarhorn sem sjaldan eru tíunduð.

Folke Bernadotte (1895-1948), greifi af Wisborg, var sænskur stjórnarendreki og aðalsmaður. Í seinni heimsstyrjöldinni samdi hann við Þjóðverja um frelsun 31 þúsund fanga í útrýmingarbúðum nasista, þar á meðal 450 danskra gyðinga úr búðunum í Theresienstadt. Þeim var sleppt lausum 14. apríl árið 1945. Árið 1945 kom Himmler að máli við Bernadotte og óskaði eftir að hann bæri Eisenhower hershöfðingja bandamanna boð um uppgjöf Þjóðverja. Þó því boði hafi verið hafnað sýnir það vel stöðu Bernadottes í þessum átökum að honum skyldi treyst til að bera boð á milli.

Eftir stríðið var Bernadotte kjörinn formaður samninganefndar í friðarviðræðunum milli Araba og Ísraela sem áttu sér stað 1947-1948. Hann var myrtur af öfgasamtökum Zíonista í Jerúsalem árið 1948 meðan hann starfaði að þessu.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

No items found.