Ég læt allt fjúka

HÖFUNDUR

Ólafur Davíðsson er meðal okkar fremstu vísindamanna sem komu fram á íslenskt sjónarsvið við lok 19. aldar. Leið hans til mennta var löng og varð endasleppt eftir fimmtán ára nám í Kaupmannahöfn þar sem hugur hans hneigðist til víðtækari þekkingar en nám hans krafðist. Einnig var hann ekki fráhverfur drykkju í góðra vina hópi sem líklega hefur átt nokkurn hlut að máli. Í þessari bók sendibréfa og dagbókarbrota frá námsárum hans í Reykjavík og Kaupmannahöfn kynnumst við í senn þessum upprennandi fjölfræðingi sem og samferðarmönnum hans á róstursömum tímum. Einlæg bréfaskrif hins unga nema til föður síns bera vott um forvitinn huga ástríks sonar, en dagbókarskrifin veita dýpri innsýn í daglega tilveru ungs manns sem er allt í senn námshestur, félagsljón og draumóramaður af guðs náð. Svavar Jónatansson les.

Ég læt allt fjúka

Ólafur Davíðsson er meðal okkar fremstu vísindamanna sem komu fram á íslenskt sjónarsvið við lok 19. aldar. Leið hans til mennta var löng og varð endasleppt eftir fimmtán ára nám í Kaupmannahöfn þar sem hugur hans hneigðist til víðtækari þekkingar en nám hans krafðist. Einnig var hann ekki fráhverfur drykkju í góðra vina hópi sem líklega hefur átt nokkurn hlut að máli.

Í þessari bók sendibréfa og dagbókarbrota frá námsárum hans í Reykjavík og Kaupmannahöfn kynnumst við í senn þessum upprennandi fjölfræðingi sem og samferðarmönnum hans á róstursömum tímum. Einlæg bréfaskrif hins unga nema til föður síns bera vott um forvitinn huga ástríks sonar, en dagbókarskrifin veita dýpri innsýn í daglega tilveru ungs manns sem er allt í senn námshestur, félagsljón og draumóramaður af guðs náð.

Svavar Jónatansson les.

No items found.
***