Ævisögur og frásagnir
2.3.2022
Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði
HÖFUNDUR
Sigurður Ingjaldsson (1845-1933) fæddist að Rípi í Skagafirði, yngstur tíu systkina. Sex ára gamall flutti hann ásamt foreldrum sínum að Balaskarði í Húnavatnssýslu og ólst þar síðan upp. Hann kvæntist Margréti Kristjánsdóttur árið 1874. Þau hjónin fluttu síðar til Vesturheims og dvöldust þar til dauðadags. Björn Björnsson les.