Gunnlaugur Scheving

HÖFUNDUR

Ævisaga og samtalsbók Matthíasar Johannessen um og við Gunnlaug Scheving er einstæð bók um mikinn listamann. Gunnlaugur og Matthías voru vinir og hafði Matthías sem blaðamaður tekið mörg viðtöl við hann. Bók þessa vann hann úr þeim viðtölum og það er eins og Gunnlaugur spretti fram ljóslifandi á síðum bókarinnar. Eins og segir á kápu bókarinnar sem kom út árið 1974: „Margt af því sem Scheving segir hér mun koma á óvænt, vegna þess að hann var mjög fálátur maður í samfélagi voru, einkum þegar á leið, hann var maður þögullar vinnu; hér talar hann opinskátt. Það er óþarft að tala um hæfileika Matthíasar til að fá fram persónuleika og hugmyndir þess sem hann talar við; samtalsbækur hans við listmenn samtímans eru einstæð verk á íslensku. ... Bókin er sérkennileg heimild um innra líf eins af helstu málurum vorum.“ Já. þetta er ein af þessu stóru bókum sem enginn má láta framhjá sér fara. Jón B. Guðlaugsson les.

Gunnlaugur Scheving

Ævisaga og samtalsbók Matthíasar Johannessen um og við Gunnlaug Scheving er einstæð bók um mikinn listamann. Gunnlaugur og Matthías voru vinir og hafði Matthías sem blaðamaður tekið mörg viðtöl við hann. Bók þessa vann hann úr þeim viðtölum og það er eins og Gunnlaugur spretti fram ljóslifandi á síðum bókarinnar. Eins og segir á kápu bókarinnar sem kom út árið 1974: „Margt af því sem Scheving segir hér mun koma á óvænt, vegna þess að hann var mjög fálátur maður í samfélagi voru, einkum þegar á leið, hann var maður þögullar vinnu; hér talar hann opinskátt. Það er óþarft að tala um hæfileika Matthíasar til að fá fram persónuleika og hugmyndir þess sem hann talar við; samtalsbækur hans við listmenn samtímans eru einstæð verk á íslensku. ... Bókin er sérkennileg heimild um innra líf eins af helstu málurum vorum.“ Já. þetta er ein af þessu stóru bókum sem enginn má láta framhjá sér fara.

Jón B. Guðlaugsson les.

No items found.
***