Tumi á ferð og flugi

HÖFUNDUR

Tumi á ferð og flugi er þriðja sagan um hina uppátækjasömu félaga Tuma Sawyer og Stikkilsberja-Finn.  Hin ýmsu ævintýri og afrek Tuma, með aðstoð Stikkilsberja-Finns, hafa leitt til þess að frægð hans meðal bæjarbúa í Sánkti Pétursborg er í hæstu hæðum. Þó Tumi sé alsæll á hann þó við leiðingjarna samkeppni að stríða, í formi póstmanns sem eitt sinn lagði í langa og ævintýraríka reisu til höfuðborgarinnar. Þar sem stöðu Tuma sem víðförlasti íbúi bæjarins er ógnað telur hann sig þurfa að sanna yfirburði sína. Tækifærið til þess kemur skyndilega þegar Tumi, Finnur og Jim, hinn gamli vinur þeirra sem þeir frelsuðu áður úr prísund, takast óvart á loft með sturluðum prófessor sem hyggst fljúga fyrstur manna yfir Atlantshafið. Auk þess að glíma við lífshættulegar fyrirætlanir prófessorsins, sem helst vill þá feiga, þá bíða þeirra ævintýri og uppgötvanir á öðrum og óvistlegri slóðum handan hafsins. Við kynnumst útsjónarsemi og frumlegum lausnum Tuma, flóknum en fáránlegum rökræðum um eðli heimsins og stöðu mannsins, og fáum um leið innsýn í ólíka menningarheima fjarri heimahögum vinanna þriggja. Svavar Jónatansson les.

Tumi á ferð og flugi

Tumi á ferð og flugi er þriðja sagan um hina uppátækjasömu félaga Tuma Sawyer og Stikkilsberja-Finn.

Hin ýmsu ævintýri og afrek Tuma, með aðstoð Stikkilsberja-Finns, hafa leitt til þess að frægð hans meðal bæjarbúa í Sánkti Pétursborg er í hæstu hæðum. Þó Tumi sé alsæll á hann þó við leiðingjarna samkeppni að stríða, í formi póstmanns sem eitt sinn lagði í langa og ævintýraríka reisu til höfuðborgarinnar. Þar sem stöðu Tuma sem víðförlasti íbúi bæjarins er ógnað telur hann sig þurfa að sanna yfirburði sína. Tækifærið til þess kemur skyndilega þegar Tumi, Finnur og Jim, hinn gamli vinur þeirra sem þeir frelsuðu áður úr prísund, takast óvart á loft með sturluðum prófessor sem hyggst fljúga fyrstur manna yfir Atlantshafið. Auk þess að glíma við lífshættulegar fyrirætlanir prófessorsins, sem helst vill þá feiga, þá bíða þeirra ævintýri og uppgötvanir á öðrum og óvistlegri slóðum handan hafsins. Við kynnumst útsjónarsemi og frumlegum lausnum Tuma, flóknum en fáránlegum rökræðum um eðli heimsins og stöðu mannsins, og fáum um leið innsýn í ólíka menningarheima fjarri heimahögum vinanna þriggja.

Svavar Jónatansson les.

No items found.
***