The Shrieking Pit

HÖFUNDUR

The Shrieking Pit eftir ástralska rithöfundinn Arthur J. Rees (1872–1942) er gamaldags sakamálasaga af bestu gerð.  Sögusviðið er England á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hinn frægi fornleifafræðingur herra Glenthorpe er myrtur í afskekktu gistihúsi við strendur Norfolk. Í nágrenni gistihússins er mýrlendi þar sem fornar gryfjur hellisbúa nýsteinaldar leynast í þokunni. Særokið hvín yfir fjandsamlegt landslagið og gömul þjóðtrú hermir að þar gangi aftur hvítklædd kona sem hljóði hærra en vindurinn og að hver sem komi auga á hana muni skjótt láta lífið. Nokkrir aðilar koma að rannsókn málsins og sitt sýnist hverjum. Galloway aðstoðaryfirlögregluþjónn grunar ungan gest gistihússins um glæpinn. Rannsóknarlögreglumaðurinn Colwyn, sem er á staðnum í fríi af tilviljun, efast um kenningu Galloways. Frægur taugalæknir telur Glenthorpe hafa látist af læknisfræðilegum orsökum. Loks er það gamall lögfræðingur sem einnig hefur ákveðnar skoðanir á málinu.  Hér er á ferðinni vel skrifuð sakamálasaga af gamla skólanum með spennandi fléttu, litríkum persónum og ögn af rómantík. Kevin Green les á ensku.

The Shrieking Pit

The Shrieking Pit eftir ástralska rithöfundinn Arthur J. Rees (1872–1942) er gamaldags sakamálasaga af bestu gerð.

Sögusviðið er England á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hinn frægi fornleifafræðingur herra Glenthorpe er myrtur í afskekktu gistihúsi við strendur Norfolk. Í nágrenni gistihússins er mýrlendi þar sem fornar gryfjur hellisbúa nýsteinaldar leynast í þokunni. Særokið hvín yfir fjandsamlegt landslagið og gömul þjóðtrú hermir að þar gangi aftur hvítklædd kona sem hljóði hærra en vindurinn og að hver sem komi auga á hana muni skjótt láta lífið. Nokkrir aðilar koma að rannsókn málsins og sitt sýnist hverjum. Galloway aðstoðaryfirlögregluþjónn grunar ungan gest gistihússins um glæpinn. Rannsóknarlögreglumaðurinn Colwyn, sem er á staðnum í fríi af tilviljun, efast um kenningu Galloways. Frægur taugalæknir telur Glenthorpe hafa látist af læknisfræðilegum orsökum. Loks er það gamall lögfræðingur sem einnig hefur ákveðnar skoðanir á málinu.

Hér er á ferðinni vel skrifuð sakamálasaga af gamla skólanum með spennandi fléttu, litríkum persónum og ögn af rómantík.

Kevin Green les á ensku.

No items found.
***