A Jury of Her Peers
A Jury of Her Peers er smásaga eftir Susan Glaspell, lauslega byggð á raunverulegum atburði sem höfundurinn hafði fjallað um sem blaðamaður. Upphaflega var sagan skrifuð sem leikrit í einum þætti árið 1916 og bar þá titilinn Trifles. Sagan telst til feminískra bókmennta, enda er reynsluheimur kvenna miðpunktur sögunnar. Sagan hefst einn kaldan vetrarmorgun á því að maður hefur fundist myrtur og nokkrir einstaklingar eru á leið á vettvang glæpsins. Susan Glaspell (1876-1948) var leikskáld, rithöfundur, leikkona og blaðamaður. Hún hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1931 fyrir leikritið Alison's House. Cori Samuel les á ensku.