Stúlkan sem vermdi mig
Rússneski rithöfundurinn Maxim Gorki (1868-1936) missti foreldra sína ungur og var lengi á hálfgerðum vergangi. Hann ferðaðist fótgangandi um rússneska keisaradæmið um fimm ára skeið, tók þá vinnu sem í boði var á hverjum stað og kynntist þannig fjölbreytilegu mannlífi. Síðar vann hann sem blaðamaður. Fyrsta bók hans, Ritgerðir og sögur, kom út árið 1898 og vakti geysimikla athygli. Gorki var helsti höfundur sósíalraunsæisins í rússneskum bókmenntum.Hann skrifaði einkum um fólk á jaðri samfélagsins og lægstu stigum þess, fólk sem mátti þola hörku, auðmýkingu og ofbeldi, en bjó þó yfir mannlegri innri reisn. Frægustu sögur hans eru Móðirin (1907) og Bernska mín (1913-1914). Ólöf Rún Skúladóttir les.