Land blindingjanna
Smásagan Land blindingjanna (The Country of the Blind) er ein af best þekktu smásögum höfundar. Hún kom fyrst út árið 1904 í tímaritinu The Strand. „Í landi blindingjanna er sá eineygði konungur“ - eða hvað? Fjallgöngumaðurinn Nuñez villist af leið og finnur afskekkt þorp þar sem íbúarnir eru allir blindir. Enski rithöfundurinn H.G. Wells (1866-1946) var bæði fjölhæfur og afkastamikill. Í dag er hann einna best þekktur fyrir vísindaskáldsögur sínar, þar á meðal The War of the Worlds, The Time Machine og The Invisible Man. Kristján Róbert Kristjánsson les.