Samtöl Matthíasar Johannessen (safn 2)
Matthías Johannessen er löngu þjóðþekktur fyrir samtöl sín við fólk af öllum toga, jafnt áhrifamenn sem alþýðufólk. Matthías lítur á samtölin sem bókmenntir ekkert síður en blaðamennsku. Honum tekst að gæða samtölin töfrum skáldskaparins svo þau verða hrífandi lesning, auk þess sem heimildagildi þeirra er ómetanlegt. Viðmælendur Matthíasar í þessu safni samtala eru: Ásgeir Ásgeirsson, Björn Bjarnason, Etelríður Pálsdóttir, Guðmundur Angantýsson, Helgi Johnson, Hinrik Ívarsson, Ísleifur Konráðsson, Jakob Jóh. Smári, Jorge Luís Borges, Lára Bogason, Níels P. Dungal, Nína Tryggvadóttir, Stefán Þorvaldsson, Svavar Guðnason, T. Júlíus Júliníusson, Valdimar Guðmundsson og Vigdís Magnúsdóttir. Bjarki Jónsson les.