Reisubók

HÖFUNDUR

Reisubók séra Ólafs Egilssonar er ómissandi heimild um atburðarásina í kringum Tyrkjaránið og þann tíðaranda sem ríkti á Íslandi á 17. öld. Þó stíllinn sé nokkuð stirður var Ólafur eftirtektarsamur og segir um margt skemmtilega frá. Séra Ólafur Egilsson var prestur að Ofanleiti í Vestmannaeyjum er Tyrkir komu þangað og var hertekinn ásamt konu sinni og tveimur börnum. Þá fæddist þeim hjónum eitt barn í hafi stuttu eftir herleiðinguna. Örlögin höguðu því þannig að Ólafur sneri aftur úr herleiðingunni ári síðar og hafði þá ferðast um Algeirsborg í Afríku, um Ítalíu og Frakkland sunnanvert og þaðan sjóleiðis til Hollands. Á endanum komst hann til Danmerkur og þaðan til Íslands. Ferð þessi hefur verið mikið þrekvirki; Ólafur bæði lítt talandi á erlendum tungum, auralaus og illa búinn til slíkrar farar. Þá bætti ekki úr að Þrjátíu ára stríðið var í algleymingi á þessum tíma, en inn í það drógust flestar þjóðir Evrópu með einhverjum hætti. Var Ólafi ætlað að koma af stað söfnun til að kaupa laust herleitt fólk. Gekk sú söfnun illa. Í kjölfarið skrifaði Ólafur reisubók sem varð mjög vinsæl og er ein helsta heimild um þennan atburð. Kristján Róbert Kristjánsson les.

Reisubók

Reisubók séra Ólafs Egilssonar er ómissandi heimild um atburðarásina í kringum Tyrkjaránið og þann tíðaranda sem ríkti á Íslandi á 17. öld. Þó stíllinn sé nokkuð stirður var Ólafur eftirtektarsamur og segir um margt skemmtilega frá.

Séra Ólafur Egilsson var prestur að Ofanleiti í Vestmannaeyjum er Tyrkir komu þangað og var hertekinn ásamt konu sinni og tveimur börnum. Þá fæddist þeim hjónum eitt barn í hafi stuttu eftir herleiðinguna. Örlögin höguðu því þannig að Ólafur sneri aftur úr herleiðingunni ári síðar og hafði þá ferðast um Algeirsborg í Afríku, um Ítalíu og Frakkland sunnanvert og þaðan sjóleiðis til Hollands. Á endanum komst hann til Danmerkur og þaðan til Íslands. Ferð þessi hefur verið mikið þrekvirki; Ólafur bæði lítt talandi á erlendum tungum, auralaus og illa búinn til slíkrar farar. Þá bætti ekki úr að Þrjátíu ára stríðið var í algleymingi á þessum tíma, en inn í það drógust flestar þjóðir Evrópu með einhverjum hætti. Var Ólafi ætlað að koma af stað söfnun til að kaupa laust herleitt fólk. Gekk sú söfnun illa. Í kjölfarið skrifaði Ólafur reisubók sem varð mjög vinsæl og er ein helsta heimild um þennan atburð.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

No items found.
***