Pétur Most: 3. Pétur konungur

HÖFUNDUR

Sögurnar um Pétur Most eftir danska rithöfundinn Walter Christmas (1861-1924) voru vinsælar unglingabækur sem komu út á árunum 1967-1973. Urðu þær 5 talsins. Fyrsta bókin hét Pétur sjómaður, önnur Pétur stýrimaður, þriðja Pétur konungur, fjórða Háski á báðar hendur og sú síðasta Á Vígslóð. Til gamans má geta þess að auk þess sem Walter Christmas var vinsæll rithöfundur var hann einnig sjóliðsforingi í danska hernum og stjórnaði leikhúsi svo eitthvað sé nefnt. Sögurnar segja frá fátækum dönskum dreng sem ungur missir föður sinn og verður að standa á eigin fótum. Er hann ærið uppátækjasamur og lendir í mörgum skemmtilegum ævintýrum. Í þessari þriðju bók lenda þeir Dik í vonskuveðri undan ströndum Nýju-Gíneu. Eitt leiðir af öðru og fyrr en varir er Pétur orðinn strandaglópur á óþekktri eyju þar sem hann þarf að taka á öllu sínu til að halda lífi og limum. Er þetta hrein og klár spennusaga í ætt við Robert Louis Stevenson og Frederick Marryatt, þar sem atburðarásin er bæði hröð og spennandi. Björn Friðrik Brynjólfsson les.

Pétur Most: 3. Pétur konungur

Sögurnar um Pétur Most eftir danska rithöfundinn Walter Christmas (1861-1924) voru vinsælar unglingabækur sem komu út á árunum 1967-1973. Urðu þær 5 talsins. Fyrsta bókin hét Pétur sjómaður, önnur Pétur stýrimaður, þriðja Pétur konungur, fjórða Háski á báðar hendur og sú síðasta Á Vígslóð. Til gamans má geta þess að auk þess sem Walter Christmas var vinsæll rithöfundur var hann einnig sjóliðsforingi í danska hernum og stjórnaði leikhúsi svo eitthvað sé nefnt.

Sögurnar segja frá fátækum dönskum dreng sem ungur missir föður sinn og verður að standa á eigin fótum. Er hann ærið uppátækjasamur og lendir í mörgum skemmtilegum ævintýrum.

Í þessari þriðju bók lenda þeir Dik í vonskuveðri undan ströndum Nýju-Gíneu. Eitt leiðir af öðru og fyrr en varir er Pétur orðinn strandaglópur á óþekktri eyju þar sem hann þarf að taka á öllu sínu til að halda lífi og limum. Er þetta hrein og klár spennusaga í ætt við Robert Louis Stevenson og Frederick Marryatt, þar sem atburðarásin er bæði hröð og spennandi.

Björn Friðrik Brynjólfsson les.

No items found.