Páskaleyfi
Smásagan Páskaleyfi er hér í þýðingu Björns Jónssonar ritstjóra og birtist fyrst í tímaritinu Ísafold árið 1909. Er þetta nokkuð óvenjuleg en áhugaverð saga sem gerist í huga tólf ára drengs sem kvíðir því að byrja aftur í skólanum eftir sumarfrí. Höfundurinn Pierre Loti (1850-1923) var sjóliðsforingi en auk þess afkastamikill höfundur skáldsagna og smásagna. Þóttu verk hans í fyrstu nokkuð óvenjuleg og sögur hans ljóðrænar og stundum óljósar. Þær féllu þó í góðan jarðveg hjá mörgum og hafði hann t.a.m. mikil áhrif á samlanda sinn Marcel Proust sem áleit hann einn besta höfund sinnar samtíðar. Til gamans má geta að ein þekktasta skáldsaga hans hét Pécheur d´Islande (Sjómaður á Íslandsmiðum). Ingólfur B. Kristjánsson les.