Öldungaráðið: 9. Reynir Ingibjartsson
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum. Nú bætist við nýr félagi í Öldungaráðið en það er Reynir Ingibjartsson. Hann er ötull áhugamaður um útivist og gönguferðir, fræðimaður, grúskari og rithöfundur. Reynir Ingibjartsson (f. 1941) er Hnappdælingur að uppruna og ekkert er honum óviðkomandi sem sagn- og landafræði svæðisins viðkemur. Hann hefur skrifað sex bækur um gönguleiðir á Vesturlandi og hefur undanfarin ár viðað að sér ómældum heimildum um sagn- og staðfræði Sambands íslenskra samvinnufélaga, risans mikla sem svo miklum straumhvörfum olli í viðskiptasögu Íslands á tuttugustu öld en hvarf svo sem dögg fyrir sólu á skömmum tíma. Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.