Öldungaráðið: 10. Guðrún Valdimarsdóttir
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Sú kynslóð Íslendinga sem nú er komin á efri ár hefur marga fjöruna sopið og lifað mestu breytingatíma sem orðið hafa á högum lands og þjóðar í aldanna rás. Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum. Tíundi einstaklingurinn sem gengur inn í Öldungaráðið er Guðrún Valdimarsdóttir, fædd 1920. Guðrún er dóttir skáldkonunnar Erlu, einnar hagorðustu konu á Íslandi síðustu aldar, og hefur í ríkum mæli erft hagmælsku móður sinnar, líkt og bróðir hennar, skáldið Þorsteinn Valdimarsson. Þau voru í allstórum hópi systkina er ólust upp í Teigi í Vopnafirði, en Guðrún hefur þó alið aldur sinn á Suðurlandi um áratuga skeið og dvelst nú á Eyrarbakka. Svo sem vænta má er hún margfróð og skemmtin í viðræðu, enda prýðisern. Hér rekur Guðrún nokkra þætti úr lífshlaupi sínu, minningar sínar um foreldra og fjölskyldu, og fer með nokkur ljóð. Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.