Öldungaráðið: 7. Ásvaldur Andrésson
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum. Það er komið að sjöunda viðtali okkar í Öldungaráðinu. Að þessu sinni er viðmælandinn Ásvaldur Andrésson, en hann er maðurinn sem horfði á olíuskipið El Grillo sökkva í sæ á Seyðisfirði og tók þær tvær ljósmyndir íslenskar sem til eru af þeim atburði. Ásvaldur (sem fæddur er 1928) rekur hér uppvöxt sinn á Seyðisfirði kreppuáranna, hernámið, stríðsárin, brauðstrit og baráttu við hvíta dauðann - berklana illræmdu. Einnig störf sín og nám í bifreiðasmíði hjá Agli Vilhjálmssyni, þar sem hann hafði m.a. þann starfa að byggja yfir langferðabíla og jeppa sem fluttir voru til landsins. Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.