Öldungaráðið: 4. Haukur Guðlaugsson

HÖFUNDUR

Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum. Í fjórða viðtali okkar í Öldungaráðinu er röðin komin að Hauki Guðlaugssyni, en hann er einn kunnasti og fremsti orgelleikari og kórstjóri Íslendinga á tuttugustu öld, fæddur 1931. Í þessu viðtali rekur hann æsku sína og uppvöxt á Eyrarbakka, tónlistarnám í Reykjavík og síðar Þýskalandi, auk frumkvöðlastarfs í uppbyggingu kórastarfs og endurmenntun tónlistarmanna víðs vegar um land. Ekki má heldur gleyma viðamiklum ritstörfum hans á nýliðnum árum, en hann hefur samið og gefið út orgelskóla og tónlistarfræði af öðru tagi. Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

Öldungaráðið: 4. Haukur Guðlaugsson

Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Í þessari syrpu má fræðast um sögu og viðhorf þeirra Íslendinga sem á efri árum líta um öxl og rifja upp aðkomu sína að uppbyggingu þess Íslands sem við þekkjum og upplifum á vorum dögum.

Í fjórða viðtali okkar í Öldungaráðinu er röðin komin að Hauki Guðlaugssyni, en hann er einn kunnasti og fremsti orgelleikari og kórstjóri Íslendinga á tuttugustu öld, fæddur 1931. Í þessu viðtali rekur hann æsku sína og uppvöxt á Eyrarbakka, tónlistarnám í Reykjavík og síðar Þýskalandi, auk frumkvöðlastarfs í uppbyggingu kórastarfs og endurmenntun tónlistarmanna víðs vegar um land. Ekki má heldur gleyma viðamiklum ritstörfum hans á nýliðnum árum, en hann hefur samið og gefið út orgelskóla og tónlistarfræði af öðru tagi.

Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.

No items found.
***