Öldungaráðið: 23. Ólafur Ásgeir Steinþórsson
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Ólafur Ásgeir Steinþórsson (f. 1938) er einn fárra samtíðarmanna sem fæddir eru og upp aldir í Breiðafjarðareyjum. Ólafur fæddist í Bjarney og sleit barnsskónum þar og í Flatey. Hann stendur föstum rótum í eyjunum og ritaði fyrir nokkrum áratugum ítarlega uppvaxtar- og samfélagssögu Breiðafjarðareyja á stríðsárunum síðari þar sem blómgaðist mannlíf sem nú er með öllu horfið. Bækur hans heita Ferð til fortíðar og Urðarmáni. Þar bregður Ólafur upp lifandi leifturmyndum af mannlífinu í eyjunum og rekur uppvöxt sinn í bland við sagnfræði og fínofinn „húmor“. Hið sama er uppi á teningnum í frásögn hans hér. Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.