Öldungaráðið: 19. Árni Bjarnason á Uppsölum
Öldungaráðið er syrpa viðtala við elstu kynslóð Íslendinga. Árni Bjarnason bóndi á Uppsölum (f. 1931) hefur horft á Skagafjörð breytast frá landnámssamfélagi til nútíma landbúnaðar og þjóðfélagshátta. Árni er hagorður, tónlistarhneigður og söngmaður góður, öflugur baráttumaður í forsvari sveitar sinnar og sýslu og sagnafróður um sveit og fjörð. Hér rekur hann nokkur dæmi fjölskrúðugs lífshlaups og baráttumála. Það er Jón B. Guðlaugsson sem tekur viðtalið.