Ofan jarðar og neðan

HÖFUNDUR

Theódór Friðriksson (1876-1948) rithöfundur var eitt af undrabörnum íslenskrar menningarsögu. Sjálfsævisaga hans Í verum kom út í tveim bindum árið 1941, og varð þegar í stað þekkt um allt land, lesin af ungum og gömlum, og dáð af öllum sem kunnu að meta vel sagða sögu á auðugu og hressilegu máli. Er það einstæð saga og klassísk heimild um lífskjör alþýðu manna í sjávarplássum og á afskekktum stöðum eins og norður í Fjörðum á seinni hluta 19. aldar og byrjun 20. aldar. Árið 1944 kom svo út framhald á æviminningum Theódórs og kallaði hann það Ofan jarðar og neðan. Tekur hún við þar sem Í verum sleppir en nú er hann kominn til Reykjavíkur og landið hernumið af Bretum. Fáum við glögga sýn þessa merka alþýðumanns á lífið eins og það gekk fyrir sig á þessum árum. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Ofan jarðar og neðan

Theódór Friðriksson (1876-1948) rithöfundur var eitt af undrabörnum íslenskrar menningarsögu. Sjálfsævisaga hans Í verum kom út í tveim bindum árið 1941, og varð þegar í stað þekkt um allt land, lesin af ungum og gömlum, og dáð af öllum sem kunnu að meta vel sagða sögu á auðugu og hressilegu máli. Er það einstæð saga og klassísk heimild um lífskjör alþýðu manna í sjávarplássum og á afskekktum stöðum eins og norður í Fjörðum á seinni hluta 19. aldar og byrjun 20. aldar. Árið 1944 kom svo út framhald á æviminningum Theódórs og kallaði hann það Ofan jarðar og neðan. Tekur hún við þar sem Í verum sleppir en nú er hann kominn til Reykjavíkur og landið hernumið af Bretum. Fáum við glögga sýn þessa merka alþýðumanns á lífið eins og það gekk fyrir sig á þessum árum.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

No items found.