Milljónaævintýrið
Skáldsagan Milljónaævintýrið eftir G. B. McCutcheon kom fyrst út árið 1902 og eftir henni hafa verið gerðar kvikmyndir og leikrit. Hér segir frá Montgomery Brewster, ungum manni sem erfir eina milljón dollara eftir afa sinn. Stuttu síðar deyr ríkur og sérvitur frændi hans einnig og í ljós kemur að hann hefur arfleitt Brewster að sjö milljónum dollara, en með skilyrði þó. Ef Brewster vill hljóta arfinn verður hann að eyða allri upphæðinni sem hann erfði eftir afa sinn innan eins árs, án þess að segja nokkrum frá ástæðunni, en það reynist ekki svo auðvelt. Guðmundur Ingi Kristjánsson les.