Milli heims og heljar
Sagan Milli heims og heljar er rómantísk og skemmtileg spennusaga. Hér segir frá ungum manni sem verður ástfanginn af stúlku sem er heitbundinn öðrum – og það sem verra er, hún verður einnig ástfangin af honum. En það er úr vöndu að ráða fyrir þeim skötuhjúum í samfélagi þar sem reglur um breytni eru skýrar og menn mega ekki ganga á skjön við þær. Inn í söguna kemur svo óttinn við kviksetningu og dauðastjarfa. Er þetta afar spennandi saga sem birtist í tímaritinu Ísafold í upphafi 20. aldar. Ingólfur B. Kristjánsson les.