Kynslóð kalda stríðsins
Kynslóð kalda stríðsins er fjórða minningabók Jóns Óskars af sex og tekur upp þráðinn þar sem bókinni Gangstéttir í rigningu sleppir. Undirtitill bókanna er: Líf skálda og listamanna í Reykjavík. Í bókinni rekur höfundur hvað á daga hans dreif á þessum árum um leið og hann segir frá athyglisverðum persónum sem urðu á vegi hans. Þá fáum við góða innsýn inn í þær bókmenntalegu hræringar sem áttu sér stað. Atómskáldin svokölluðu leika stóra rullu og sú andstaða sem þeir urðu fyrir frá menningaroddvitum þjóðarinnar, varðhundum gamalla gilda og aðferða. Eins og í fyrri bókunum er frásögnin hreinskilin og einföld. Höfundur lýsir umhverfinu á hlutlausan hátt útfrá sjálfum sér en þó í ljósi eigin skoðana á mönnum og málefnum. Bókin kom út hjá bókaútgáfunni GuðjónÓ árið 1975. Ingólfur B. Kristjánsson les.