Kynblendingurinn
Kynblendingurinn eftir Rex Beach (1877-1949) er rómantísk spennusaga sem var gríðarlega vinsæl á sínum tíma, en hún kom fyrst út árið 1908 undir nafninu The Barrier og var þriðja skáldsaga höfundarins. Til marks um vinsældir hennar var hún kvikmynduð þrisvar sinnum á þrettán árum. Fyrst árið 1913, síðan 1917 og loks árið 1926 og var hinn kunni leikari Lionel Barrymore þá í aðalhlutverki. Ekki vitum við hver þýddi bókina en á íslensku kom hún fyrst út árið 1926 og var útgefandinn Jón Sigurpálsson. Áður hafði hún birst sem framhaldssaga í Vísi. Hallgrímur Indriðason les.