Johann Sebastian Bach: Ævi og samtíð
Johann Sebastian Bach (1685-1750) var eitt af mestu tónskáldum sem heimurinn hefur alið. Hér getið þið nálgast stórskemmtilega ævisögu þessa merka snillings eftir annan snilling, sagnfræðinginn og blaðamanninn Hendrik Willem van Loon. Eftir hann liggja fjölmargar merkar bækur og hafa nokkrar þeirra verið þýddar á íslensku, þ.á.m. Frelsisbarátta mannsandans og Símon Bólívar. Ævisaga Bachs var þýdd af Árna Jónssyni frá Múla og kom út árið 1946. Ingólfur B. Kristjánsson les.