Falsarinn og dómari hans

HÖFUNDUR

Falsarinn og dómari hans hefur að geyma fimm áhugaverða þætti úr fortíðinni. Fyrst er það frásagan sem titill bókarinnar er kenndur við, en þar segir frá Þorvaldi Schovelin sem Björn Th. Björnsson gerði frægan í bók sinni, Falsarinn. Hér skoðar sagnfræðingurinn Jón Hjaltason hina raunverulegu sögu. Önnur sagan nefnist Biddu guð að gera þig blindan og segir þar frá hinum auðuga Jóni Sigurðssyni á Böggvisstöðum sem treysti konu sinni betur en sjálfum sér. Þriðja sagan nefnist Trippin í Grjótlækjarskálinni sem segir frá ógnþrungnum atburðum sem áttu sér stað árið 1870. Þar veltir Jón upp spurningunni hvort sakborningarnir hafi raunverulega verið sekir. Fjórði þátturinn nefnist Þegar Snorra var bannað að veiða þorsk sem segir frá því þegar Snorri Pálsson á Siglufirði vildi efla þorskveiðar Eyfirðinga. Fimmti og síðasti þátturinn nefnist Hákarlinn er ekki hörundsár og er nánast sálfræðitryllir og fjallar um sálarangist Matthíasar Jochumssonar 1888 og hvernig hún þrýsti honum til að segja þjóðinni ósatt. Allir þættirnir eru mjög skemmtilegir og sagðir af mikilli frásagnargleði eins og Jóni Hjaltasyni sagnfræðingi er lagið. Hallgrímur Indriðason les.

Falsarinn og dómari hans

Falsarinn og dómari hans hefur að geyma fimm áhugaverða þætti úr fortíðinni.

Fyrst er það frásagan sem titill bókarinnar er kenndur við, en þar segir frá Þorvaldi Schovelin sem Björn Th. Björnsson gerði frægan í bók sinni, Falsarinn. Hér skoðar sagnfræðingurinn Jón Hjaltason hina raunverulegu sögu.

Önnur sagan nefnist Biddu guð að gera þig blindan og segir þar frá hinum auðuga Jóni Sigurðssyni á Böggvisstöðum sem treysti konu sinni betur en sjálfum sér.

Þriðja sagan nefnist Trippin í Grjótlækjarskálinni sem segir frá ógnþrungnum atburðum sem áttu sér stað árið 1870. Þar veltir Jón upp spurningunni hvort sakborningarnir hafi raunverulega verið sekir.

Fjórði þátturinn nefnist Þegar Snorra var bannað að veiða þorsk sem segir frá því þegar Snorri Pálsson á Siglufirði vildi efla þorskveiðar Eyfirðinga.

Fimmti og síðasti þátturinn nefnist Hákarlinn er ekki hörundsár og er nánast sálfræðitryllir og fjallar um sálarangist Matthíasar Jochumssonar 1888 og hvernig hún þrýsti honum til að segja þjóðinni ósatt.

Allir þættirnir eru mjög skemmtilegir og sagðir af mikilli frásagnargleði eins og Jóni Hjaltasyni sagnfræðingi er lagið.

Hallgrímur Indriðason les.

No items found.
***