Sagan af Karlamagnúsi keisara

HÖFUNDUR

Rétt er að vekja athygli á því að þessi saga um Karlamagnús er ekki sú er kom út hjá Íslendingasagnaútgáfunni árið 1961 í umsjón Bjarna Vilhjálmssonar. Sú saga, sem er bæði eldri og eftir ókunnan höfund, er meir í ætt við gömlu fornaldar- og riddarasögurnar. Nei, hér er á ferðinni vel unnið sagnfræðirit um Karlamagnús sem kom út árið 1853 og er eftir Jón Árnason (1819-1888), þann sem helst er kunnur fyrir að hafa safnað íslenskum þjóðsögum. Er sagan gríðarlega vel unnin í alla staði sem meðal annars má sjá af upptalningu heimildarita sem Jón styðst við og getið er í formálanum. Og þá er hún brennd marki sinnar samtíðar þegar sagnfræðirit voru skrifuð fyrir alþýðufólk; því til fróðleiks og skemmtunar. Enda er sagan einkanlega skemmtileg aflestrar (hlustunar) og gefur gríðarlega góða innsýn inn í þá tíma sem hún á sér stað, en Karlamagnús var uppi frá 742-812. Sagan er í upplestri tæplega 11 klukkustundir og aldrei dauður kafli. Já, hér gefst ykkur kostur á að nálgast eina af þessum perlum fortíðarinnar sem hvergi fást annars staðar en á Hlusta.is. Ingólfur B. Kristjánsson les.

Sagan af Karlamagnúsi keisara

Rétt er að vekja athygli á því að þessi saga um Karlamagnús er ekki sú er kom út hjá Íslendingasagnaútgáfunni árið 1961 í umsjón Bjarna Vilhjálmssonar. Sú saga, sem er bæði eldri og eftir ókunnan höfund, er meir í ætt við gömlu fornaldar- og riddarasögurnar. Nei, hér er á ferðinni vel unnið sagnfræðirit um Karlamagnús sem kom út árið 1853 og er eftir Jón Árnason (1819-1888), þann sem helst er kunnur fyrir að hafa safnað íslenskum þjóðsögum.

Er sagan gríðarlega vel unnin í alla staði sem meðal annars má sjá af upptalningu heimildarita sem Jón styðst við og getið er í formálanum. Og þá er hún brennd marki sinnar samtíðar þegar sagnfræðirit voru skrifuð fyrir alþýðufólk; því til fróðleiks og skemmtunar. Enda er sagan einkanlega skemmtileg aflestrar (hlustunar) og gefur gríðarlega góða innsýn inn í þá tíma sem hún á sér stað, en Karlamagnús var uppi frá 742-812. Sagan er í upplestri tæplega 11 klukkustundir og aldrei dauður kafli.

Já, hér gefst ykkur kostur á að nálgast eina af þessum perlum fortíðarinnar sem hvergi fást annars staðar en á Hlusta.is.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

No items found.
***