Jerúsalem (síðara bindi)

HÖFUNDUR

Jerúsalem er stórbrotin skáldsaga sænsku skáldkonunnar og Nóbelsverðlaunahafans Selmu Lagerlöf. Sagan er í tveimur bindum, en hvort um sig er sjálfstæð frásögn. Bækurnar komu út á árunum 1901 og 1902. Sagan gerist á 19. öld og segir frá nokkrum kynslóðum bænda í Dalarna í Svíþjóð. Í seinni bókinni er aðalsögusviðið Jerúsalem þar sem fylgst er með því hvernig þeim Svíum sem fengið hafa köllun til að þjóna Drottni í borginni helgu reiðir af. Lífið í Jerúsalem er mjög frábrugðið lífinu í sveitum Svíþjóðar og reynist hinum brottfluttu misvel að aðlagast nýjum háttum. Ýmsar prófraunir verða á vegi þeirra og í sögunni skiptast á sorgir og gleði. Sagan er listilega vel skrifuð með nákvæmum lýsingum á ýmsum smáatriðum frá borginni helgu svo lesandinn fær þá tilfinningu að hann sé hreinlega staddur í Jerúsalem. Bókin er spennandi ferðalag um framandi slóðir og hugarfylgsni hins trúaða sem þarf sífellt að berjast við freistingar holdsins og óguðlegar hugsanir. Snæfríður Ingadóttir les.

Jerúsalem (síðara bindi)

Jerúsalem er stórbrotin skáldsaga sænsku skáldkonunnar og Nóbelsverðlaunahafans Selmu Lagerlöf. Sagan er í tveimur bindum, en hvort um sig er sjálfstæð frásögn. Bækurnar komu út á árunum 1901 og 1902.

Sagan gerist á 19. öld og segir frá nokkrum kynslóðum bænda í Dalarna í Svíþjóð. Í seinni bókinni er aðalsögusviðið Jerúsalem þar sem fylgst er með því hvernig þeim Svíum sem fengið hafa köllun til að þjóna Drottni í borginni helgu reiðir af. Lífið í Jerúsalem er mjög frábrugðið lífinu í sveitum Svíþjóðar og reynist hinum brottfluttu misvel að aðlagast nýjum háttum. Ýmsar prófraunir verða á vegi þeirra og í sögunni skiptast á sorgir og gleði. Sagan er listilega vel skrifuð með nákvæmum lýsingum á ýmsum smáatriðum frá borginni helgu svo lesandinn fær þá tilfinningu að hann sé hreinlega staddur í Jerúsalem. Bókin er spennandi ferðalag um framandi slóðir og hugarfylgsni hins trúaða sem þarf sífellt að berjast við freistingar holdsins og óguðlegar hugsanir.

Snæfríður Ingadóttir les.

No items found.