Ívar hlújárn
Ívar hlújárn er hin sígilda saga eftir skoska sagnaskáldið og frumkvöðul sögulegra skáldsagna, Walter Scott. Sagan hefur yljað lesendum á öllum aldri síðan hún kom fyrst út árið 1820. Hún hefur oft verið kvikmynduð og hafa þekktir leikarar á borð við Roger Moore, Elizabeth Taylor, Sam Neill o.fl. farið með helstu hlutverk. Þetta er hreinasta skyldulesning (eða -hlustun) fyrir alla sem unna góðum sígildum skáldsögum. Þorsteinn Gíslason þýddi. Guðrún Helga Jónsdóttir les.