Í bóli bjarnar

HÖFUNDUR

Í fjögur ár hefur Tómas búið á Íslandi og nú er hann orðinn tólf ára, talar íslensku reiprennandi og nýtur lífsins. Lífsbaráttan er líka að sumu leyti miklu auðveldari hér en heima í Póllandi. Í upphafi býr Tómas í Hafnarfirði og saknar þess að lenda í raunverulegum ævintýrum. Dagarnir þar eru hverjir öðrum líkir. Eitt sinn þegar Tómas er að dorga niðri við höfn kynnist hann Palla, sjómanni úr Grímsey. Þegar Palli hittir móður drengsins kviknar ástin á augabragði og ekki líður á löngu þar til Tómas og mamma hans eru flutt með Palla norður til Grímseyjar. Og þá loksins lendir Tómas í almennilegum ævintýrum. Guðjón Ragnar Jónasson fléttar hér saman nútíð, fortíð og framtíð og leikur jöfnum höndum á strengi ímyndunar og veruleika. Margrét Ingólfsdóttir les.

Í bóli bjarnar

Í fjögur ár hefur Tómas búið á Íslandi og nú er hann orðinn tólf ára, talar íslensku reiprennandi og nýtur lífsins. Lífsbaráttan er líka að sumu leyti miklu auðveldari hér en heima í Póllandi. Í upphafi býr Tómas í Hafnarfirði og saknar þess að lenda í raunverulegum ævintýrum. Dagarnir þar eru hverjir öðrum líkir.

Eitt sinn þegar Tómas er að dorga niðri við höfn kynnist hann Palla, sjómanni úr Grímsey. Þegar Palli hittir móður drengsins kviknar ástin á augabragði og ekki líður á löngu þar til Tómas og mamma hans eru flutt með Palla norður til Grímseyjar. Og þá loksins lendir Tómas í almennilegum ævintýrum.

Guðjón Ragnar Jónasson fléttar hér saman nútíð, fortíð og framtíð og leikur jöfnum höndum á strengi ímyndunar og veruleika.

Margrét Ingólfsdóttir les.

No items found.
***