Arfurinn
Arfurinn: spennusaga um kjarkleysi og breyskleika eftir Borgar Jónsteinsson er fyrsta skáldsaga höfundar og kom fyrst út á bók árið 2014. Hér fléttast saman saga af ungum íslenskum verkfræðingi sem gengur til liðs við nasistaflokkinn í Þýskalandi síðari heimsstyrjaldarinnar og saga sölumanns í Reykjavík sem ferðast til Argentínu í því skyni að vitja arfs eftir afa sinn sem hvarf af sjónarsviðinu við stríðslok. Kristján Róbert Kristjánsson les.