Hrannir

HÖFUNDUR

Hrannir var þriðja ljóðabók Einars Benediktssonar og kom út árið 1913, en þá voru liðin sjö ár frá útkomu bókarinnar Hafbliks (1906). Eins og fyrr er það Ísland, landið, tungan og arfurinn, sem er hreyfiaflið í flestum ljóðanna. En bókin sýndi líka nýja hlið á skáldinu Einari Benediktssyni, því hún hafði að geyma sléttubandarímu upp á nærri 160 erindi sem var Ólafs ríma Grænlendings. Þótti mörgum það skjóta skökku við og ekki samræmast því sem hann hafði gert áður. Einar gerði sér vel grein fyrir því að ríman væri ákveðið stílbrot og því ritaði hann formála að bókinni þar sem hann bæði réttlætir og skýrir tilkomu rímunnar. Í formálanum hvatti hann menn til að blygðast sín ekki fyrir rímnakveðskapinn og lausavísur, því mikil list sé að þeim kveðskap, ef rétt sé að farið. Gerir hann mikið úr gildi slíks kveðskapar, ekki síst fyrir það hvílíka fádæma þýðingu rímurnar hafi haft fyrir skilning þjóðarinnar á málinu og fyrir varðveiting málsins sjálfs. Hallgrímur Helgi Helgason les.

Hrannir

Hrannir var þriðja ljóðabók Einars Benediktssonar og kom út árið 1913, en þá voru liðin sjö ár frá útkomu bókarinnar Hafbliks (1906).

Eins og fyrr er það Ísland, landið, tungan og arfurinn, sem er hreyfiaflið í flestum ljóðanna. En bókin sýndi líka nýja hlið á skáldinu Einari Benediktssyni, því hún hafði að geyma sléttubandarímu upp á nærri 160 erindi sem var Ólafs ríma Grænlendings. Þótti mörgum það skjóta skökku við og ekki samræmast því sem hann hafði gert áður. Einar gerði sér vel grein fyrir því að ríman væri ákveðið stílbrot og því ritaði hann formála að bókinni þar sem hann bæði réttlætir og skýrir tilkomu rímunnar. Í formálanum hvatti hann menn til að blygðast sín ekki fyrir rímnakveðskapinn og lausavísur, því mikil list sé að þeim kveðskap, ef rétt sé að farið. Gerir hann mikið úr gildi slíks kveðskapar, ekki síst fyrir það hvílíka fádæma þýðingu rímurnar hafi haft fyrir skilning þjóðarinnar á málinu og fyrir varðveiting málsins sjálfs.

Hallgrímur Helgi Helgason les.

No items found.
***