Gull-ey

HÖFUNDUR

Sagan Gull-ey er spennandi og rómantísk örlagasaga þó stutt sé. Hún hefst á því að ungri hefðarstúlku, Adèle Valincourt, er rænt úr lest af stórum og ófrýnilegum manni. Enginn veit hver þessi maður er eða hvað honum gengur til. Adèle, sem er lofuð hinum auðuga Mornas hertoga, er í öngum sínum og fær um margt að hugsa í prísund sinni. En svo er bara að hlusta og heyra hvernig þetta fer allt saman. Smásaga þessi birtist fyrst á íslensku í Þjóðviljanum og var svo gefin út í bók árið 1910. Edith Rickert (1871-1938) var miðaldafræðingur og einkum kunn fyrir vinnu sína varðandi Chaucer, en eftir hana liggur m.a. átta binda verk þar sem hún textarýnir sögurnar og skrifar inngang. Auk þess skrifaði hún smásögur, ljóð, ritgerðir, endurminningar og bókmenntagagnrýni. Hallgrímur Indriðason les.

Gull-ey

Sagan Gull-ey er spennandi og rómantísk örlagasaga þó stutt sé. Hún hefst á því að ungri hefðarstúlku, Adèle Valincourt, er rænt úr lest af stórum og ófrýnilegum manni. Enginn veit hver þessi maður er eða hvað honum gengur til. Adèle, sem er lofuð hinum auðuga Mornas hertoga, er í öngum sínum og fær um margt að hugsa í prísund sinni. En svo er bara að hlusta og heyra hvernig þetta fer allt saman.

Smásaga þessi birtist fyrst á íslensku í Þjóðviljanum og var svo gefin út í bók árið 1910.

Edith Rickert (1871-1938) var miðaldafræðingur og einkum kunn fyrir vinnu sína varðandi Chaucer, en eftir hana liggur m.a. átta binda verk þar sem hún textarýnir sögurnar og skrifar inngang. Auk þess skrifaði hún smásögur, ljóð, ritgerðir, endurminningar og bókmenntagagnrýni.

Hallgrímur Indriðason les.

No items found.
***