Gullið og bræðurnir tveir
Sagan Gullið og bræðurnir tveir eftir eitt af höfuðskáldum Rússa á 19. öld birtist fyrst í tímaritinu Iðunni árið 1889. Er þetta stutt dæmisaga þar sem Tolstoy freistar þess að kenna okkur rétta breytni í lífinu. Tolstoy varð mjög trúaður á síðari árum ævi sinnar og vildi þá leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi sitt. Svo er það spurning hvort við séum alltaf sammála honum og má ætla að margir eigi erfitt með að gangast við því sem hann leggur til í þessari sögu. En hvað um það þá bjó hann yfir frásagnargáfu sem fáum er gefin og alltaf eru sögur hans áhugaverðar. Ingólfur B. Kristjánsson les.