Gömul kynni (1. hluti)

HÖFUNDUR

Ingunn Jónsdóttir var frá Melum í Hrútafirði. Hún var húsmóðir í Vatnsdal, gift Birni Sigfússyni alþingismanni. Ingunn hóf að skrifa þegar hún var komin yfir sjötugt. Fyrst kom út á prenti Bókin mín árið 1926 og þar næst Minningar árið 1937. Gömul kynni inniheldur báðar þessar bækur, ásamt ýmsu öðru efni. Hér má nefna æviminningar Ingunnar sjálfrar, frásagnir af samferðafólki og atburðum, dýrasögur, dulrænar sögur og ævintýri, svo eitthvað sé nefnt. Í ritdómi sem birtist í Nýja dagblaðinu ritar Sigfús Halldórs um bókina Minningar: ,,enga bók myndi ég heldur vilja úr markaðsflóðinu síðasta (...), hvort sem ég vildi heldur rétta hana að rosknara fólki, til þess að rifja upp gömul kynni af merkum mönnum og atburðum, eða að sæmilega bókfærri æsku, til þess að sýna henni nokkra forkunnar vel gerða og öfgalausa svipdrætti þeirrar héraða- og bændamenningar, sem hélt uppi íslenzku þjóðlífi í þúsund ár.'' Lesturinn er fenginn frá afkomendum Ingunnar og þökkum við á Hlusta.is þeim kærlega fyrir afnotin. Einnig viljum við þakka Þorsteini Birgissyni sérstaklega fyrir að gera okkur lesturinn aðgengilegan. Jónas R. Jónsson les.

Gömul kynni (1. hluti)

Ingunn Jónsdóttir var frá Melum í Hrútafirði. Hún var húsmóðir í Vatnsdal, gift Birni Sigfússyni alþingismanni. Ingunn hóf að skrifa þegar hún var komin yfir sjötugt. Fyrst kom út á prenti Bókin mín árið 1926 og þar næst Minningar árið 1937. Gömul kynni inniheldur báðar þessar bækur, ásamt ýmsu öðru efni. Hér má nefna æviminningar Ingunnar sjálfrar, frásagnir af samferðafólki og atburðum, dýrasögur, dulrænar sögur og ævintýri, svo eitthvað sé nefnt.

Í ritdómi sem birtist í Nýja dagblaðinu ritar Sigfús Halldórs um bókina Minningar: ,,enga bók myndi ég heldur vilja úr markaðsflóðinu síðasta (...), hvort sem ég vildi heldur rétta hana að rosknara fólki, til þess að rifja upp gömul kynni af merkum mönnum og atburðum, eða að sæmilega bókfærri æsku, til þess að sýna henni nokkra forkunnar vel gerða og öfgalausa svipdrætti þeirrar héraða- og bændamenningar, sem hélt uppi íslenzku þjóðlífi í þúsund ár.''

Lesturinn er fenginn frá afkomendum Ingunnar og þökkum við á Hlusta.is þeim kærlega fyrir afnotin. Einnig viljum við þakka Þorsteini Birgissyni sérstaklega fyrir að gera okkur lesturinn aðgengilegan.

Jónas R. Jónsson les.

No items found.
***