Að kvöldi dags
Að kvöldi dags er safn minningarþátta Erlendar Jónssonar skálds og kennara. Erlendur segir hér frá veru sinni sem ungur maður í Húnavatnssýslu, námi sínu við Menntaskólann á Akureyri og störfum sínum í Reykjavík. Erlendur kann vel þá list að segja frá og halda athygli lesandans. Hann er líka óhræddur við að segja frá sjálfum sér og samskiptum sínum við annað fólk. Hér er á ferðinni skemmtileg og einlæg frásögn sem allir ættu að hafa gaman af. Kristján Róbert Kristjánsson les.