Gestur í Rifi
Smásagan Gestur í Rifi er afar áhugaverð smásaga sem Jón Jónsson frá Sleðbrjót þýddi úr dönsku smásagnasafni sem gefið var út í Minneapolis árið 1906. Kveikjan að sögunni mun hafa verið sú tilgáta nokkurra fræðimanna að Christopher Columbus hafi fengið leiðbeiningar hjá Íslendingum, eftir fornsögunum um fund Vínlands, og hafi það létt honum leitina er hann fann Vesturheim. Hér sem sagt segir frá því þegar Columbus kom til Íslands árið 1477. Um höfund sögunnar gátum við ekkert fundið en hún er skráð eftir S. Baudiz. Íslenska þýðingin birtist í vestur-íslenska tímaritinu Syrpu árið 1913. Ingólfur B. Kristjánsson les.