Gæfumaður
Sagan Gæfumaður eftir Einar Kvaran kom út árið 1933 og átti eftir að verða síðasta skáldsaga höfundar. Í þessari skáldsögu úr Reykjavíkurlífinu eru fjórar aðalpersónur: Grímúlfur er nýorðinn efnaður kaupsýslumaður og fyrirmyndarborgari. Signý er saklaus sveitastúlka sem kemur til höfuðstaðarins til þess að menntast en verður óvart eftirsótt stjarna í skemmtanalífinu. Svo eru það Gerða, vinkona og hjálparhella Signýjar, og kvennabósinn Sigfús. ,,Sagan er ofin af mikilli nærfærni og er skemmtileg aflestrar,'' skrifar Sigurður Skúlason í ritdómi sínum um söguna í Skírni (1. tbl. 1933). Guðmundur Ingi Kristjánsson les.