Ferðaminningar

HÖFUNDUR

,,Frá upphafi hafa Íslendingar borið útþrána í brjósti í ríkum mæli,'' eins og segir í inngangi þessarar bókar. Einn þeirra manna sem útþráin greip var Sveinbjörn Egilsson. Að loknu stúdentsprófi og vetrarlöngu prestsnámi ákvað hann að gerast sjómaður og sigldi eftir það um flest heimsins höf í nærri tuttugu ár. ,,Hann var á stórum skipum og smáum, seglskipum og gufuskipum, átti stundum góða vist, stundum illa, kynntist bæði prýðilegum fardrengjum og misyndismönnum. Ósjaldan fór hann milli Englands og Indlands, oft lá leið hans um Suezskurð; einnig sigldi hann til Suður-Ameríku. [...] Síðar samdi hann úr minningum sínum frá þessum árum hina stærstu ferðabók og einhverja þá vinsælustu sem íslenskur maður hefur samið.'' Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

Ferðaminningar

,,Frá upphafi hafa Íslendingar borið útþrána í brjósti í ríkum mæli,'' eins og segir í inngangi þessarar bókar. Einn þeirra manna sem útþráin greip var Sveinbjörn Egilsson. Að loknu stúdentsprófi og vetrarlöngu prestsnámi ákvað hann að gerast sjómaður og sigldi eftir það um flest heimsins höf í nærri tuttugu ár. ,,Hann var á stórum skipum og smáum, seglskipum og gufuskipum, átti stundum góða vist, stundum illa, kynntist bæði prýðilegum fardrengjum og misyndismönnum. Ósjaldan fór hann milli Englands og Indlands, oft lá leið hans um Suezskurð; einnig sigldi hann til Suður-Ameríku. [...] Síðar samdi hann úr minningum sínum frá þessum árum hina stærstu ferðabók og einhverja þá vinsælustu sem íslenskur maður hefur samið.''

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

No items found.