Endurminningar (2. bindi)

HÖFUNDUR

Hér er á ferð einstæð aldarfars- og persónulýsing af Norðurlandi hinnar nítjándu aldar frá hendi manns sem á gamals aldri – og þá blindur orðinn – settist niður við blindraritvél er ættmenni hans útveguðu honum og rifjaði upp liðna ævi. Friðrik Guðmundsson (1861–1936) fæddist á Hólsfjöllum uppi og ólst upp á Grímsstöðum á Fjöllum en flutti síðan að Syðra-Lóni á Langanesi þar sem hann bjó flest sín manndómsár, áður en hann fluttist búferlum með fjölskyldu sína til Kanada í byrjun síðustu aldar. Af fádæma stálminni og skarpskyggni bregður Friðrik upp glöggum lýsingum atvinnuhátta, búsetuhátta og þjóðlífs á harðærisárum áttunda og níunda áratugs 19. aldarinnar. Að ógleymdum næmum persónulýsingum samferðarmanna hans, s.s. Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds, Páls Ólafssonar skálds og Arnljóts Ólafssonar, fyrsta íslenska hagfræðingsins. Þá vakna fjölmargir sveitungar Friðriks til lífs í litríkum lýsingum hans sem jafnframt eru lýsing lands og þjóðar um hans daga. Endurminningarnar birtust fyrst í Lögbergi Heimskringlu á árunum um og eftir 1930 og urðu strax vinsæl lesning. Þær hafa tvívegis komið út í bókarformi. Hér birtist síðara bindi af tveimur. Jón B. Guðlaugsson les.

Endurminningar (2. bindi)

Hér er á ferð einstæð aldarfars- og persónulýsing af Norðurlandi hinnar nítjándu aldar frá hendi manns sem á gamals aldri – og þá blindur orðinn – settist niður við blindraritvél er ættmenni hans útveguðu honum og rifjaði upp liðna ævi. Friðrik Guðmundsson (1861–1936) fæddist á Hólsfjöllum uppi og ólst upp á Grímsstöðum á Fjöllum en flutti síðan að Syðra-Lóni á Langanesi þar sem hann bjó flest sín manndómsár, áður en hann fluttist búferlum með fjölskyldu sína til Kanada í byrjun síðustu aldar.

Af fádæma stálminni og skarpskyggni bregður Friðrik upp glöggum lýsingum atvinnuhátta, búsetuhátta og þjóðlífs á harðærisárum áttunda og níunda áratugs 19. aldarinnar. Að ógleymdum næmum persónulýsingum samferðarmanna hans, s.s. Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds, Páls Ólafssonar skálds og Arnljóts Ólafssonar, fyrsta íslenska hagfræðingsins. Þá vakna fjölmargir sveitungar Friðriks til lífs í litríkum lýsingum hans sem jafnframt eru lýsing lands og þjóðar um hans daga.

Endurminningarnar birtust fyrst í Lögbergi Heimskringlu á árunum um og eftir 1930 og urðu strax vinsæl lesning. Þær hafa tvívegis komið út í bókarformi. Hér birtist síðara bindi af tveimur.

Jón B. Guðlaugsson les.

No items found.
***