Bréf Matthíasar Jochumssonar (4. bindi)
Matthías Jochumssson skrifaði fjölda bréfa um ævina og var mörgum safnað saman í bók sem gefin var út á síðustu öld. Matthías kom víða við í bréfum sínum, talaði tæpitungulaust um sín hugðarmál og lá ekki á skoðunum um menn og málefni. Gefa þau okkur skemmtilega innsýn inn í hugarheim þeirra beggja jafnframt sem þau eru frábær spegill á þennan áhugaverða tíma í Íslandssögunni. Í þessu fjórða og síðasta bindi eru bréf til séra Jóns Jónssonar, Jóns Þorkelssonar rektors, Þórhalls Bjarnarsonar biskups, Torfa Bjarnasonar skólastjóra, Þorsteins Gíslasonar ritstjóra, David Östlund, Páls Bergssonar kaupmanns, Guðmundar Hannessonar prófessors, dr. Guðmundar Finnbogasonar landsbókavarðar, Magnúsar Stephensen landshöfðingja, frú Önnu Thoroddsen, frú Theodóru Thoroddsen, frú Ásthildar Thorsteinsson, Einars Jochumssonar, pater Jóns Sveinssonar, Brynjólfs frá Minnanúpi, Samúels Eggertssonar ogt konu hans, Kristjáns Albertssonar, frú Helgu Eggertsdóttur Kaaber, Vilhjálms Þorsteinssonar í Nesi og frú Höllu Eyjólfsdóttur á Laugabóli. Kristján Róbert Kristjánsson les.